Nokkur erill hjá lögreglu í Árnessýslu um áramótin 2. janúar 2006 13:30 Nokkur erill var hjá lögreglu í Árnessýslu þessi áramót, en frá hádegi á gamlársdags að miðnætti nýársdags voru skráð 27 verkefni hjá lögreglunnieftir því sem fram kemur í dagbók hennar. Stærsta verkefnið var stórbruninní húsi Hjálparsveitar skáta í Hveragerði uppúr hádegi á gamlársdag. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Árnessýslu en n iðurstaða á eldsupptökum er ekki fengin . V erið að skoða hvort hann gæti verið út frá stöðurafmagni sem hlaðist hafi upp í heftibyssu sem var verið að nota við frágang á flugeldum sem átti að nota í flugeldasýningu í bænum síðar um kvöldið. Snemma á nýársdagsmorgun var lögreglu tilkynnt um yfirstandandi slagsmál í iðnaðarhúsnæði á Selfossi. Þegar lögregla kom á staðinn voru slagsmálin afstaðin en í húsnæðinu voru um 30 ungmenni öll yfir 16 ára aldri en talsverður kurr var í hópnum. Einn úr hópnum lét áberandi ófriðlega og var ósáttur við afskipti lögreglu. Vegna þess hve æstur hann var og að hann sinnti í engu fyrirmælum lögreglu var hann handtekinn og færður í fangageymslu. Sömu sögu var að segja um kunningja hans sem hindraði lögreglu við handtökuna. Mennirnir voru látnir lausir þegar áfengisvíman var runnin af þeim. Rétt fyrir miðnætti á gamlárskvöld varð vegfarandi var við eld í ruslagámi upp við grunnskólann á Stokksteyri. Eldtungur stóðu upp af gámnum og sleiktu þakkskegg skólahússins. Slökkvilið var kallað til en vegfarandinn hafði náð að slökkva eldinn með handslökkvitæki sem hann komst yfir. Ekki er vitað með hvaða hætti eldurinn kom upp. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem eldur er uppi í plastruslagámi sem staðið hefur upp við húsvegg. Kona hlaut djúpan skurð á hendi er hún var að saga timbur með hjólsög við sumarbústað sinn í Bláskógabyggð á nýársdag. Konan sem var ein við bústað sinn leitaði til nágranna sem fluttu hana til læknis í Laugarási. Þaðan var hún flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala í Reykjavík. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Nokkur erill var hjá lögreglu í Árnessýslu þessi áramót, en frá hádegi á gamlársdags að miðnætti nýársdags voru skráð 27 verkefni hjá lögreglunnieftir því sem fram kemur í dagbók hennar. Stærsta verkefnið var stórbruninní húsi Hjálparsveitar skáta í Hveragerði uppúr hádegi á gamlársdag. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Árnessýslu en n iðurstaða á eldsupptökum er ekki fengin . V erið að skoða hvort hann gæti verið út frá stöðurafmagni sem hlaðist hafi upp í heftibyssu sem var verið að nota við frágang á flugeldum sem átti að nota í flugeldasýningu í bænum síðar um kvöldið. Snemma á nýársdagsmorgun var lögreglu tilkynnt um yfirstandandi slagsmál í iðnaðarhúsnæði á Selfossi. Þegar lögregla kom á staðinn voru slagsmálin afstaðin en í húsnæðinu voru um 30 ungmenni öll yfir 16 ára aldri en talsverður kurr var í hópnum. Einn úr hópnum lét áberandi ófriðlega og var ósáttur við afskipti lögreglu. Vegna þess hve æstur hann var og að hann sinnti í engu fyrirmælum lögreglu var hann handtekinn og færður í fangageymslu. Sömu sögu var að segja um kunningja hans sem hindraði lögreglu við handtökuna. Mennirnir voru látnir lausir þegar áfengisvíman var runnin af þeim. Rétt fyrir miðnætti á gamlárskvöld varð vegfarandi var við eld í ruslagámi upp við grunnskólann á Stokksteyri. Eldtungur stóðu upp af gámnum og sleiktu þakkskegg skólahússins. Slökkvilið var kallað til en vegfarandinn hafði náð að slökkva eldinn með handslökkvitæki sem hann komst yfir. Ekki er vitað með hvaða hætti eldurinn kom upp. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem eldur er uppi í plastruslagámi sem staðið hefur upp við húsvegg. Kona hlaut djúpan skurð á hendi er hún var að saga timbur með hjólsög við sumarbústað sinn í Bláskógabyggð á nýársdag. Konan sem var ein við bústað sinn leitaði til nágranna sem fluttu hana til læknis í Laugarási. Þaðan var hún flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala í Reykjavík.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira