Sport

McGrady vann einvígið við James

Tracy McGrady var maðurinn á bak við sigur Houston í Cleveland í nótt og sýndi svo ekki verður um villst að þó LeBron James sé fjölhæfur sóknarmaður, á hann enn nokkuð í land í vörninni
Tracy McGrady var maðurinn á bak við sigur Houston í Cleveland í nótt og sýndi svo ekki verður um villst að þó LeBron James sé fjölhæfur sóknarmaður, á hann enn nokkuð í land í vörninni NordicPhotos/GettyImages

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady og LeBron James háðu mikið einvígi þegar Houston vann góðan útisigur á Cleveland 90-81 og svo virðist sem Cleveland sakni Larry Hughes mikið, en hann verður frá í allt að tvo mánuði vegna fingurbrots. Cleveland hafði verið á mikilli sigurgöngu fyrir leikinn, en náði ekki að leggja meiðslum hrjáð lið Houston.

Tracy McGrady skoraði 34 stig fyrir Houston í leiknum, en LeBron James var með 32 stig hjá Cleveland og hirti 9 fráköst. Indiana Pacers vann góðan útisigur á slöppu liði Golden State 99-89, en leikmenn Golden State virkuðu óvenju daufir í leiknum sem var í beinni útsendingu á NBATV í nótt. Stephen Jackson skoraði 27 stig fyrir Indiana, sem var án þeirra Jermaine O´Neal og Jamal Tinsley. Mike Dunleavy skoraði 19 stig fyrir Golden State og nýliðinn Ike Diogu skoraði 16 stig og hirti 12 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×