Sjöundi sigur San Antonio í röð 9. febrúar 2006 14:06 Tony Parker átti mjög góðan leik með San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio Spurs unnu í nótt sjöunda sigur sinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann nauman sigur á Toronto Raptors eftir framlengingu 125-118. Tim Duncan gat ekki leikið með San Antonio vegna veikinda, en Tony Parker tók upp hanskann fyrir hann og skoraði 32 stig og gaf 13 stoðsendingar. Indiana tók Portland í kennslustund 101-69. Stephen Jackson skoraði 25 stig fyrir Indiana, eins og Zach Randolph hjá Portland. Washington lagði Golden State 129-125. Gilbert Arenas skoraði 45 stig fyrir Washington, þar af 25 á vítalínunni, en Jason Richardson skoraði 31 stig fyrir Golden State. Detroit stöðvaði fyrstu tveggja tapleikja hrinu sína með því að leggja LA Clippers 97-87, en Sam Cassell gat ekki leikið með LA Clippers vegna meiðsla. Tayshaun Prince skoraði 22 stig fyrir Detroit, en Elton Brand skoraði 30 stig fyrir Clippers. New Jersey sigraði granna sína í New York 96-83, en þetta var 13 tap New York í 14 leikjum. Jalen Rose skoraði 22 stig fyrir New Jersey og Vince Carter skoraði 22 fyrir New Jersey. Charlotte lagði Philadelphia 100-92 og vann þar með sinn þriðja leik í röð í fyrsta skipti í sögu félagsins, en þetta kemur einmitt á hæla 13 leikja taphrinu hjá liðinu. Melvin Ely skoraði 19 en þeir Allen Iverson og Kyle Korver skoruðu 20 stig fyrir Philadelphia. New Orleans lagði Seattle 109-102. David West skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst hjá New Orleans, en Rashard Lewis skoraði 36 stig fyrir Seattle. Milwaukee lagði Orlando 94-89 eftir tvöfalda framlengingu. Michael Redd skoraði 27 stig og sigurkörfuna fyrir Milwaukee, en Hedo Turkuglu skoraði 27 stig fyrir Orlando. Cleveland sigraði Minnesota 97-91. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Cleveland og Ricky Davis var með 33 stig fyrir Minnesota. LA Lakers lagði Houston 89-78 á útivelli. Kobe Bryant skoraði 32 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers, en Rafer Alston skoraði 16 stig fyrir Houston. Phoenix vann Memphis 108-102. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix, en Bobby Jackson skoraði 17 stig fyrir Memphis sem tapaði fjórða leiknum í röð. Loks vann Chicago fyrsta leik sinn á útivallaferðalagi sínu með því að leggja Denver 110-107. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago, en Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs unnu í nótt sjöunda sigur sinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann nauman sigur á Toronto Raptors eftir framlengingu 125-118. Tim Duncan gat ekki leikið með San Antonio vegna veikinda, en Tony Parker tók upp hanskann fyrir hann og skoraði 32 stig og gaf 13 stoðsendingar. Indiana tók Portland í kennslustund 101-69. Stephen Jackson skoraði 25 stig fyrir Indiana, eins og Zach Randolph hjá Portland. Washington lagði Golden State 129-125. Gilbert Arenas skoraði 45 stig fyrir Washington, þar af 25 á vítalínunni, en Jason Richardson skoraði 31 stig fyrir Golden State. Detroit stöðvaði fyrstu tveggja tapleikja hrinu sína með því að leggja LA Clippers 97-87, en Sam Cassell gat ekki leikið með LA Clippers vegna meiðsla. Tayshaun Prince skoraði 22 stig fyrir Detroit, en Elton Brand skoraði 30 stig fyrir Clippers. New Jersey sigraði granna sína í New York 96-83, en þetta var 13 tap New York í 14 leikjum. Jalen Rose skoraði 22 stig fyrir New Jersey og Vince Carter skoraði 22 fyrir New Jersey. Charlotte lagði Philadelphia 100-92 og vann þar með sinn þriðja leik í röð í fyrsta skipti í sögu félagsins, en þetta kemur einmitt á hæla 13 leikja taphrinu hjá liðinu. Melvin Ely skoraði 19 en þeir Allen Iverson og Kyle Korver skoruðu 20 stig fyrir Philadelphia. New Orleans lagði Seattle 109-102. David West skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst hjá New Orleans, en Rashard Lewis skoraði 36 stig fyrir Seattle. Milwaukee lagði Orlando 94-89 eftir tvöfalda framlengingu. Michael Redd skoraði 27 stig og sigurkörfuna fyrir Milwaukee, en Hedo Turkuglu skoraði 27 stig fyrir Orlando. Cleveland sigraði Minnesota 97-91. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Cleveland og Ricky Davis var með 33 stig fyrir Minnesota. LA Lakers lagði Houston 89-78 á útivelli. Kobe Bryant skoraði 32 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers, en Rafer Alston skoraði 16 stig fyrir Houston. Phoenix vann Memphis 108-102. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix, en Bobby Jackson skoraði 17 stig fyrir Memphis sem tapaði fjórða leiknum í röð. Loks vann Chicago fyrsta leik sinn á útivallaferðalagi sínu með því að leggja Denver 110-107. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago, en Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira