Ítalska blaðið Corriere dello sport greinir frá því í dag að Fabio Capello stjóra Juventus hafi verið boðið að taka við enska landsliðinu í sumar og segir að hann fái fyrir um 19 milljónir punda. Enska knattspyrnusambandið hefur þó séð ástæðu til að vísa þessum fréttum á bug og neitar því alfarið að búið sé að finna eftirmann Sven-Göran Eriksson.
