Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja heimild til verkfalls 23. febrúar 2006 22:01 MYND/Hilmar Bragi Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu hittust á fundi í kvöld til þess að greiða um það atkvæði hvort boða ætti til verkfalls vegna kjaradeilunnar. Hið sama gerðu aðrir atvinnuslökkviliðsmenn á landinu. Þeir segjast orðnir langþreyttir á að ekkert þokist í samkomulagsátt og eru í raun bálillir. Grunnlaun slökkviliðsmanns inn í starfið eru 105 þúsund krónur og hefur launanefnd sveitarfélaganna boðið þeim 28 prósenta hækkun. Það telja þeir ekki nærri nóg. Verðharð Guðnason, formaður samninganefndar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að þeir vilji að maður sem starfað hafi í stéttinni í þrjú ár með yfir 1000 tíma í starfsnám ofan á iðnnám eða framhaldsnám og sé með neyðarbílsréttindi, framhaldsnám í sjúkraflutningum og atvinnuslökkviliðsnámskeið hafi nálægt 250 þúsund krónum í laun. Deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara en Vernharð segist ekki bjartsýnn á að deilan verði leyst þar. Því sé óskað eftir heimildinni til að boða til verkfalls sem hæfist um miðjan mars. Fyrir fundinn taldi Verðharð næsta víst að til verkfalls yrði boðað. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn geta ekki allir farið í verkfall öryggis borgaranna vegna. Verðharð segir það undirstrika mikilvægi starfa slökkviliðsmanna að þegar þeir séu í verkfalli séu þeir áfram á vakt en þó þannig að þeir sinni eingöngu bráðatilvikum. Svo sé starfandi forvarnadeild hjá slökkviliðinu sem sinni m.a. eldvarnareftirliti og starfsmenn þar fari í verkfall hafi það áhrif á byggingarframkvæmdi og annað þeim tengt. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn íhuga aðrar aðgerðir á næstu dögum en Vernharð segir að það verði að koma í ljós hverjar þær verði. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu hittust á fundi í kvöld til þess að greiða um það atkvæði hvort boða ætti til verkfalls vegna kjaradeilunnar. Hið sama gerðu aðrir atvinnuslökkviliðsmenn á landinu. Þeir segjast orðnir langþreyttir á að ekkert þokist í samkomulagsátt og eru í raun bálillir. Grunnlaun slökkviliðsmanns inn í starfið eru 105 þúsund krónur og hefur launanefnd sveitarfélaganna boðið þeim 28 prósenta hækkun. Það telja þeir ekki nærri nóg. Verðharð Guðnason, formaður samninganefndar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að þeir vilji að maður sem starfað hafi í stéttinni í þrjú ár með yfir 1000 tíma í starfsnám ofan á iðnnám eða framhaldsnám og sé með neyðarbílsréttindi, framhaldsnám í sjúkraflutningum og atvinnuslökkviliðsnámskeið hafi nálægt 250 þúsund krónum í laun. Deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara en Vernharð segist ekki bjartsýnn á að deilan verði leyst þar. Því sé óskað eftir heimildinni til að boða til verkfalls sem hæfist um miðjan mars. Fyrir fundinn taldi Verðharð næsta víst að til verkfalls yrði boðað. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn geta ekki allir farið í verkfall öryggis borgaranna vegna. Verðharð segir það undirstrika mikilvægi starfa slökkviliðsmanna að þegar þeir séu í verkfalli séu þeir áfram á vakt en þó þannig að þeir sinni eingöngu bráðatilvikum. Svo sé starfandi forvarnadeild hjá slökkviliðinu sem sinni m.a. eldvarnareftirliti og starfsmenn þar fari í verkfall hafi það áhrif á byggingarframkvæmdi og annað þeim tengt. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn íhuga aðrar aðgerðir á næstu dögum en Vernharð segir að það verði að koma í ljós hverjar þær verði.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira