Lið Roma í ítölsku A-deildinni setti í gær met í deildinni þegar það vann 11. leikinn í röð. Ekki skemmdi fyrir að sigurinn kom einmitt gegn grönnum þeirra og erkifjendum í Lazio. Það voru Rodrigo Taddei og Alberto Aquilani sem skoruðu mörk Roma í 2-0 sigri liðsins, sem var án fyrirliða síns Francesko Totti sem er meiddur.
