Fyrsta sigurganga New York í tvo mánuði 8. mars 2006 05:52 Jalen Rose fagnar hér sigrinum á Indiana ákaft með því að hoppa á félaga sinn Nate Robinson sem var spariklæddur á leiknum vegna meiðsla. NordicPhotos/GettyImages Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana. Atlanta lagði Golden State 113-106 þar sem þeir Joe Johnson hjá Atlanta og Jason Richardson háðu mikið skoteinvígi og enduðu báðir með 42 stig í leiknum. Cleveland vann sigur á Toronto 106-99. Ron Murray skoraði 24 stig fyrir Cleveland og LeBron James skoraði 17 stig, hirti 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mike James var atkvæðamestur hjá Toronto með 31 stig og Chris Bosh skoraði 28 stig. Paul Pierce skoraði sigurkörfu Boston gegn Washington í leik sem varð að framlengja og lokatölur urðu 116-115 fyrir Boston. Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston í leiknum, en Gilbert Arenas setti 39 stig fyrir Washington. Houston lagði Minnesota 93-87. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston sem lék án Tracy McGrady sem er meiddur í baki. Marcus Banks var góður í liði Minnesota og skoraði 26 stig og Kevin Garnett skoraði 15 stig og hirti 21 frákast. Chicago lagði New Jersey 95-87. Andres Nocioni setti persónulegt met hjá Chicago með 24 stigum og það gerði sömuleiðis miðherjinn Nenad Krstic hjá New Jersey með 29 stigum og 13 fráköstum. Jason Kidd átti 13 stoðsendingar og hirti 10 fráköst í liði New Jersey, en hitti skelfilega í leiknum og skoraði aðeins 5 stig sem kom í veg fyrir að hann næði enn einni þrennunni á stuttum tíma. Dallas lenti í bullandi vandræðum með botnlið Portland á heimavelli sínum en náði að hafa sigur í lokin 93-87. Jason Terry skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst hjá Portland. Loks töpuðu meistarar San Antonio fyrir LA Clippers 98-85, en San Antonio var búið að vinna sjö leiki í röð áður en liðið brotlenti í Los Angeles. Elton Brand skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst í liði Clippers og Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar, en Tony Parker skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 16 stig, gaf 7 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Sjá meira
Botnlið New York vann í nótt annan leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liði skellti Indiana nokkuð óvænt á útivelli 107-92, en þetta er í fyrsta sinn í tvo mánuði sem New York vinnur tvo leiki í röð og hafa báðir sigrar liðsins komið á útivelli. Jalen Rose skoraði 21 stig gegn sínum gömlu félögum, en þeir Peja Stojakovic og Stephen Jackson skoruðu 20 hvor fyrir Indiana. Atlanta lagði Golden State 113-106 þar sem þeir Joe Johnson hjá Atlanta og Jason Richardson háðu mikið skoteinvígi og enduðu báðir með 42 stig í leiknum. Cleveland vann sigur á Toronto 106-99. Ron Murray skoraði 24 stig fyrir Cleveland og LeBron James skoraði 17 stig, hirti 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mike James var atkvæðamestur hjá Toronto með 31 stig og Chris Bosh skoraði 28 stig. Paul Pierce skoraði sigurkörfu Boston gegn Washington í leik sem varð að framlengja og lokatölur urðu 116-115 fyrir Boston. Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston í leiknum, en Gilbert Arenas setti 39 stig fyrir Washington. Houston lagði Minnesota 93-87. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston sem lék án Tracy McGrady sem er meiddur í baki. Marcus Banks var góður í liði Minnesota og skoraði 26 stig og Kevin Garnett skoraði 15 stig og hirti 21 frákast. Chicago lagði New Jersey 95-87. Andres Nocioni setti persónulegt met hjá Chicago með 24 stigum og það gerði sömuleiðis miðherjinn Nenad Krstic hjá New Jersey með 29 stigum og 13 fráköstum. Jason Kidd átti 13 stoðsendingar og hirti 10 fráköst í liði New Jersey, en hitti skelfilega í leiknum og skoraði aðeins 5 stig sem kom í veg fyrir að hann næði enn einni þrennunni á stuttum tíma. Dallas lenti í bullandi vandræðum með botnlið Portland á heimavelli sínum en náði að hafa sigur í lokin 93-87. Jason Terry skoraði 26 stig fyrir Dallas, en Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst hjá Portland. Loks töpuðu meistarar San Antonio fyrir LA Clippers 98-85, en San Antonio var búið að vinna sjö leiki í röð áður en liðið brotlenti í Los Angeles. Elton Brand skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst í liði Clippers og Sam Cassell skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar, en Tony Parker skoraði 20 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 16 stig, gaf 7 stoðsendingar og hirti 7 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Sjá meira