Fyrsti heimaleikurinn síðan Katrín reið yfir 8. mars 2006 18:58 Fyrsti leikurinn síðan fellibylurinn Katrín gekk yfir New Orleans fer fram á heimavelli Hornets í kvöld New Orleans Hornets spilar í kvöld sinn fyrsta leik á heimavelli síðan fellibylurinn Katrín reið yfir borgina þann 29. ágúst á síðasta ári, en liðið hefur spilað megnið af heimaleikjum sínum í Oklahoma City síðan þá. Liðið spilar aðeins þrjá leiki í New Orleans Arena í ár og sex leikir eru fyrirhugaðir þar á næsta tímabili. Viðgerðarkostnaður í New Orleans Arena er þegar sagður nema um 10 milljónum dollara, en þó enduruppbygging í borginni gangi þokkalega, var ekki talið ráðlegt að liðið spilaði nema þrjá leiki í borginni á þessu keppnistímabili. Áður en fellibylurinn Katrín reið yfir borgina voru þar um 465.00 íbúar, en enn þann dag í dag hafa ekki nema um 189.000 manns skilað sér til baka eftir náttúruhamfarirnar. Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers sem sækir New Orleans heim í kvöld, sagðist hafa áhyggjur af ástandi hallarinnar fyrir leikinn. "Maður spyr sig hvort höllin er í standi til að hægt sé að spila þarna. Ég heyrði að byggingin hefði verið frekar illa leikin eftir flóðin og ég velti fyrir mér hvort þetta á eftir að líkjast hefðbundnum körfuboltaleik yfir höfuð. Og hvað ætla menn að gera hérna í framhaldinu? Á liðið bara að þvælast fram og aftur um landið með heimavöllinn?" "Þetta verður vonandi til þess að fólk fái það á tilfinninguna að hlutirnir séu að komast í fyrra horf, en því er ekki að neita að tilfinningarnar eru sterkar að koma hingað aftur," sagði PJ Brown, leikmaður New Orleans, sem var einn þeirra sem áttu hús sem eyðilagðist í flóðunum. Smush Parker, leikmaður LA Lakers tók í sama streng. "Þetta verður mjög sérstakur leikur og mér þykir hann sýna að hlutirnir stefni í rétta átt hérna í borginni. Lífið heldur áfram hér, rétt eins og það gerði í New York eftir árásirnar á World Trade Center. Þar hefur fólk haldið áfram og hlutirnir eru smátt og smátt að komast í eðlilegt horf." Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
New Orleans Hornets spilar í kvöld sinn fyrsta leik á heimavelli síðan fellibylurinn Katrín reið yfir borgina þann 29. ágúst á síðasta ári, en liðið hefur spilað megnið af heimaleikjum sínum í Oklahoma City síðan þá. Liðið spilar aðeins þrjá leiki í New Orleans Arena í ár og sex leikir eru fyrirhugaðir þar á næsta tímabili. Viðgerðarkostnaður í New Orleans Arena er þegar sagður nema um 10 milljónum dollara, en þó enduruppbygging í borginni gangi þokkalega, var ekki talið ráðlegt að liðið spilaði nema þrjá leiki í borginni á þessu keppnistímabili. Áður en fellibylurinn Katrín reið yfir borgina voru þar um 465.00 íbúar, en enn þann dag í dag hafa ekki nema um 189.000 manns skilað sér til baka eftir náttúruhamfarirnar. Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers sem sækir New Orleans heim í kvöld, sagðist hafa áhyggjur af ástandi hallarinnar fyrir leikinn. "Maður spyr sig hvort höllin er í standi til að hægt sé að spila þarna. Ég heyrði að byggingin hefði verið frekar illa leikin eftir flóðin og ég velti fyrir mér hvort þetta á eftir að líkjast hefðbundnum körfuboltaleik yfir höfuð. Og hvað ætla menn að gera hérna í framhaldinu? Á liðið bara að þvælast fram og aftur um landið með heimavöllinn?" "Þetta verður vonandi til þess að fólk fái það á tilfinninguna að hlutirnir séu að komast í fyrra horf, en því er ekki að neita að tilfinningarnar eru sterkar að koma hingað aftur," sagði PJ Brown, leikmaður New Orleans, sem var einn þeirra sem áttu hús sem eyðilagðist í flóðunum. Smush Parker, leikmaður LA Lakers tók í sama streng. "Þetta verður mjög sérstakur leikur og mér þykir hann sýna að hlutirnir stefni í rétta átt hérna í borginni. Lífið heldur áfram hér, rétt eins og það gerði í New York eftir árásirnar á World Trade Center. Þar hefur fólk haldið áfram og hlutirnir eru smátt og smátt að komast í eðlilegt horf."
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira