Kvennalið ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri í dag þegar það skellti heimamönnum í KA/Þór 25-19. Pavla Plaminkova skoraði 9 mörk fyrir Eyjastúlkur, en Guðrún Helga Tryggvadóttir skoraði 6 mörk fyrir heimaliðið.
Víkingur lagði Fram 29-25. Þórhildur Björnsdóttir og Natasa Damiljanovic skoruðu 7 mörk hvor fyrir lið Víkings.