Tjöldin fallin í tóbaksversluninni Björk 7. apríl 2006 22:30 Tjöldin eru fallin í tóbaksversluninni Björk í Bankastræti eftir að Hæstiréttur komst að því að eiganda verslunarinnar sé heimilt að hafa tóbaksvörur sínar sýnilegar í versluninni. Eigandinn fagnar úrskurðinum og það gera fastakúnnar hans líka. Sölva Óskarssyni, eiganda tóbaksverslunarinnar, var árið 2002 gert að hylja þær vörur sem hann seldi með tjöldum í samræmi við ný tóbaksvarnarlög. Tóbak og vörumerki tóbaks mátti sem sagt ekki vera sýnilegt viðskiptavinum. Þessu undi Sölvi ekki sótti rétt sinn fyrir dómstólum ásamt tveimur tóbaksfyrirtækjum, en þess var meðal annars krafist að Sölvi fengi að hafa vörur sínar sýnilegar. Á það féllst Hæstiréttur í gær klukkan fjögur og um hálftíma síðar voru tjöldin rifin niður. Í dómi Hæstaréttar segir að með algjöru banni við að sýna tóbak á sölustöðum hafi löggjafinn brotið gegn tjáningar- og atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar enda hafi löggjafinn ekki sýnt fram á nauðsyn þess að láta bannið ná til tóbaksverslana. Sölvi er hinn kátasti með niðurstöðuna og segir hana ekki hafa komið sér á óvart. Hann segist hafa treyst lögmanni sínum, Hróbjarti Jónatanssyni, vel fyrir verkinu og hann hafi skilað því vel. Aðspurður segir Sölvi að eftir eigi að reikna út af hversu miklum viðskiptum hann hafi orðið vegna sýningarbannsins. Fjölmiðlar geti kannski spurt markaðsfræðinga hver áhrifin séu af því að hafa vöru sem maður ætli að selja ekki til sýnis. Sölvi hefur rekið verslunina síðastliðið 21 ár. Ljóst er að fleiri fagna úrskurði Hæstaréttar því Sölva hafa í gær og dag borist fjölmargar stuðningskveðjur. Hann segir fastakúnna hafa komið og glaðst með honum og þá hafi hann fengið heillaóskaskeyti og blómvendi senda. Nú geti viðskiptavinir hans séð þá vöru sem í boði sé í stað þess að hún sé falin á bak við tjald. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira
Tjöldin eru fallin í tóbaksversluninni Björk í Bankastræti eftir að Hæstiréttur komst að því að eiganda verslunarinnar sé heimilt að hafa tóbaksvörur sínar sýnilegar í versluninni. Eigandinn fagnar úrskurðinum og það gera fastakúnnar hans líka. Sölva Óskarssyni, eiganda tóbaksverslunarinnar, var árið 2002 gert að hylja þær vörur sem hann seldi með tjöldum í samræmi við ný tóbaksvarnarlög. Tóbak og vörumerki tóbaks mátti sem sagt ekki vera sýnilegt viðskiptavinum. Þessu undi Sölvi ekki sótti rétt sinn fyrir dómstólum ásamt tveimur tóbaksfyrirtækjum, en þess var meðal annars krafist að Sölvi fengi að hafa vörur sínar sýnilegar. Á það féllst Hæstiréttur í gær klukkan fjögur og um hálftíma síðar voru tjöldin rifin niður. Í dómi Hæstaréttar segir að með algjöru banni við að sýna tóbak á sölustöðum hafi löggjafinn brotið gegn tjáningar- og atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar enda hafi löggjafinn ekki sýnt fram á nauðsyn þess að láta bannið ná til tóbaksverslana. Sölvi er hinn kátasti með niðurstöðuna og segir hana ekki hafa komið sér á óvart. Hann segist hafa treyst lögmanni sínum, Hróbjarti Jónatanssyni, vel fyrir verkinu og hann hafi skilað því vel. Aðspurður segir Sölvi að eftir eigi að reikna út af hversu miklum viðskiptum hann hafi orðið vegna sýningarbannsins. Fjölmiðlar geti kannski spurt markaðsfræðinga hver áhrifin séu af því að hafa vöru sem maður ætli að selja ekki til sýnis. Sölvi hefur rekið verslunina síðastliðið 21 ár. Ljóst er að fleiri fagna úrskurði Hæstaréttar því Sölva hafa í gær og dag borist fjölmargar stuðningskveðjur. Hann segir fastakúnna hafa komið og glaðst með honum og þá hafi hann fengið heillaóskaskeyti og blómvendi senda. Nú geti viðskiptavinir hans séð þá vöru sem í boði sé í stað þess að hún sé falin á bak við tjald.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Sjá meira