Dallas setur pressu á San Antonio 8. apríl 2006 14:18 Dirk Nowitzki fór á kostum í mikilvægum sigri Dallas á grönnum sínum í San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks setti mikla pressu á meistara San Antonio Spurs í nótt þegar liðið hafði betur 92-86 í leik liðanna í San Antonio. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem gerði gæfumuninn hjá Dallas og skoraði 19 af 30 stigum sínum í síðari hálfleik. Nú hefur San Antonio því aðeins eins leiks forystu á Dallas á toppi Vesturdeildarinnar, en baráttan um efsta sætið verður gríðarlega hörð á lokasprettinum. Detroit tapaði nokkuð óvænt fyrir Orlando á útivelli 89-87, en Detroit var án Rip Hamilton sem var viðstaddur jarðarför. Hedo Turkoglu skoraði 26 stig fyrir Orlando, en Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit. Atlanta sigraði Washington 114-101. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta, en Gilbert Arenas skoraði 41 stig fyrir Washington. Philadelphia tapaði enn einum leiknum á heimavelli sínum og nú fyrir Boston 109-99 og eru vonir Philadelphia um að komast í úrslitakeppnina nú að veikjast með hverjum deginum. Allen Iverson skoraði 18 af 37 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, en Paul Pierce skoraði 33 stig og hirti 12 fráköst fyrir Boston. New Orleans lagði Toronto 95-89. David West skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir New Orleans, en Mike James skoraði 36 stig fyrir Toronto. Utah lagði Minnesota á útivelli 103-95, þar sem Minnesota hvíldi lykilmenn sína lengst af leik og greinilegt er að liðið er búið að leggja árar í bát á tímabilinu sem hefur verið mikil vonbrigði. Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah, en Kevin Garnett skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst á þeim örfáu mínútum sem hann spilaði - þeim fæstu sem hann hefur spilað í mörg ár með liðinu. New York lagði Indiana 98-96 þar sem Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir New York og þar af sigurkörfuna í lokin. Peja Stojakovic skoraði 32 stig fyrir Indiana og Jermaine O´Neal var með 25 stig. Memphis lagði Milwaukee 100-90 þar sem Spánverjinn Pau Gasol átti stórleik hjá Memphis, skoraði 33 stig, hirti 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Michael Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee. Seattle lagði Portland 121-108. Ray Allen skoraði 38 stig fyrir Seattle í leiknum og hefur nú skorað næst flestar þriggja stiga körfur allra leikmanna í sögu NBA á eftir Reggie Miller. Juan Dixon skoraði 28 stig fyrir Portland. Houston vann Golden State 100-93. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 14 fráköst fyrir Houston, en Jason Richardson skoraði 29 stig fyrir Golden State. Sacramento vann LA Clippers enn eina ferðina 96-93, þar sem Mike Bibby skoraði 30 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 14 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Clippers mistókst því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í níu ár. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers. Loks vann Phoenix góðan sigur á LA Lakers 107-96. Kobe Bryant skoraði 51 stig fyrir LA Lakers en Steve Nash var með 25 stig fyrir Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sjá meira
Dallas Mavericks setti mikla pressu á meistara San Antonio Spurs í nótt þegar liðið hafði betur 92-86 í leik liðanna í San Antonio. Það var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sem gerði gæfumuninn hjá Dallas og skoraði 19 af 30 stigum sínum í síðari hálfleik. Nú hefur San Antonio því aðeins eins leiks forystu á Dallas á toppi Vesturdeildarinnar, en baráttan um efsta sætið verður gríðarlega hörð á lokasprettinum. Detroit tapaði nokkuð óvænt fyrir Orlando á útivelli 89-87, en Detroit var án Rip Hamilton sem var viðstaddur jarðarför. Hedo Turkoglu skoraði 26 stig fyrir Orlando, en Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit. Atlanta sigraði Washington 114-101. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta, en Gilbert Arenas skoraði 41 stig fyrir Washington. Philadelphia tapaði enn einum leiknum á heimavelli sínum og nú fyrir Boston 109-99 og eru vonir Philadelphia um að komast í úrslitakeppnina nú að veikjast með hverjum deginum. Allen Iverson skoraði 18 af 37 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum, en Paul Pierce skoraði 33 stig og hirti 12 fráköst fyrir Boston. New Orleans lagði Toronto 95-89. David West skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir New Orleans, en Mike James skoraði 36 stig fyrir Toronto. Utah lagði Minnesota á útivelli 103-95, þar sem Minnesota hvíldi lykilmenn sína lengst af leik og greinilegt er að liðið er búið að leggja árar í bát á tímabilinu sem hefur verið mikil vonbrigði. Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah, en Kevin Garnett skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst á þeim örfáu mínútum sem hann spilaði - þeim fæstu sem hann hefur spilað í mörg ár með liðinu. New York lagði Indiana 98-96 þar sem Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir New York og þar af sigurkörfuna í lokin. Peja Stojakovic skoraði 32 stig fyrir Indiana og Jermaine O´Neal var með 25 stig. Memphis lagði Milwaukee 100-90 þar sem Spánverjinn Pau Gasol átti stórleik hjá Memphis, skoraði 33 stig, hirti 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Michael Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee. Seattle lagði Portland 121-108. Ray Allen skoraði 38 stig fyrir Seattle í leiknum og hefur nú skorað næst flestar þriggja stiga körfur allra leikmanna í sögu NBA á eftir Reggie Miller. Juan Dixon skoraði 28 stig fyrir Portland. Houston vann Golden State 100-93. Yao Ming skoraði 30 stig og hirti 14 fráköst fyrir Houston, en Jason Richardson skoraði 29 stig fyrir Golden State. Sacramento vann LA Clippers enn eina ferðina 96-93, þar sem Mike Bibby skoraði 30 stig fyrir Sacramento og Ron Artest skoraði 14 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Clippers mistókst því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í níu ár. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers. Loks vann Phoenix góðan sigur á LA Lakers 107-96. Kobe Bryant skoraði 51 stig fyrir LA Lakers en Steve Nash var með 25 stig fyrir Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti