Einn þekktasti hestahvíslari heims, Monty Roberts er kominn til landsins. Monty er kominn hingað til lands til að sýna íslendingum hvernig hann nálgast og temur hross á sinn einstaka hátt. Sýning þessa meistara verður haldin á skírdag í Reiðhöllinni í Víðidal og er bara um eina sýningu að ræða.
Monty verður gestur Heimis Karlssonar í Íslandi í bítið á Stöð 2 á morgun miðvikudag.
Sjá viðtöl við Monty Roberts HÉR