Úrslitakeppnin í NBA deildinni í körfubolta hefst á laugardagskvöldið og hægt verður að fylgjast náið með gangi mála í beinum útsendingum á Sýn og NBA TV á Digital Ísland. Þegar hefur verið staðfest að fyrsti leikur Phoenix Suns og Los Angeles Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á sunnudagskvöldið um klukkan tíu. Hér fyrir neðan gefur að líta yfirlit yfir hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Austurdeild: Detroit mætir Milwaukee, Miami mætir Chicago, New Jersey mætir Indiana og Cleveland mætir Washington.
Vesturdeild: San Antonio mætir Sacramento, Phoenix mætir LA Lakers, Denver mætir LA Clippers og Dallas mætir Memphis.