Hinn gamalreyndi þjálfari Utah Jazz, harðjaxlinn Jerry Sloan, tilkynnti í dag að hann ætlaði að halda áfram að þjálfa liðið á næsta tímabili. Það verður þá 19. árið sem hann þjálfar liðið og hefur enginn þjálfari í neinni af stóru atvinnuíþróttunum í Bandaríkjunum verið nálægt því eins lengi við stjórnvölinn hjá sama liði og Sloan. Utah komst ekki í úrslitakeppnina í ár en endaði með 50% vinningshlutfall.
Sloan verður áfram með Utah Jazz

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn



„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti