Forskot Juventus einungis þrjú stig 22. apríl 2006 14:06 Alberto Gilardino gulltryggði sigur AC Milan á Messina. Getty Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð. Rocci skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu en sex mínútum síðar var Ousmane Dabo rekinn útaf úr liði Lazio sem léku einum færri það sem eftir lifði leiks. Juventus pressaði stíft í síðari hálfleiknum án þess þó að skapa sér umtalsverð færi. David Trezeguet náði svo að jafna á 87. mínútu eftir glæsilegan samleik Patrick Viera og Pavel Nedved. Juventus sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og komust þrisvar nálægt því að skora en glæsimarkvarsla hins reynda Angelo Peruzzi og klaufaskapur hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic komu í veg fyrir að Juve fengi öll þrjú stigin. Giuseppi Sculli kom Messina yfir gegn Milan á sjöttu mínútu en Marek Jankulovski og Gennaro Gattuso tryggðu að Milan leiddu 2-1 í hálfleik. Sigurinn var aldrei í hættu og Alberto Gilardino tryggði að Milan hirti öll stigin þrjú með þriðja marki liðsins undir lok leiksins. Nú eru þrjár umferðir eftir í Seria-A og Juventus síður en svo öruggir með titilinn, sérstaklega ef miðað er við gengi liðsins undanfarnar vikur. Þegar Juventus lagði Livorno á útivelli fyrir röskum mánuði síðan þótti einsýnt að þeir mundu tryggja sér titilinn örugglega en nú er þetta aftur orðið hörkuspennandi. Juve eiga næst útileik gegn Siena, þá heimaleik við Palermo og svo útileik gegn Reggina í lokaumferðinni. Milanmenn ætla áreiðanlega ekki að gefa Juve neitt svigrúm til að verða oftar á í messunni enda hafa þeir barist hart þrátt fyrir að staðan hafi virst ómöguleg. Milan eiga eftir heimaleik við Livorno, útileik við Parma og loks heimaleik gegn Roma. Fyrst þurfa þeir þó að fara til Barcelona og leika á Nou Camp í síðari undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en Barcamenn leiða einvígið 1-0. Staða efstu liða: 1 Juventus 35 82 2 AC Milan 35 79 3 Inter Milan 35 74 4 Fiorentina 35 68 5 AC Roma 35 65 Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lazio á heimavelli sínum í dag á meðan AC-Milan sigraði Messina 3-1 á útivelli. Forskot Juventus er því komið niður í 3 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Juventus hefur mistekist að sigra í fimm deildarleikjum í röð. Rocci skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu en sex mínútum síðar var Ousmane Dabo rekinn útaf úr liði Lazio sem léku einum færri það sem eftir lifði leiks. Juventus pressaði stíft í síðari hálfleiknum án þess þó að skapa sér umtalsverð færi. David Trezeguet náði svo að jafna á 87. mínútu eftir glæsilegan samleik Patrick Viera og Pavel Nedved. Juventus sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og komust þrisvar nálægt því að skora en glæsimarkvarsla hins reynda Angelo Peruzzi og klaufaskapur hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic komu í veg fyrir að Juve fengi öll þrjú stigin. Giuseppi Sculli kom Messina yfir gegn Milan á sjöttu mínútu en Marek Jankulovski og Gennaro Gattuso tryggðu að Milan leiddu 2-1 í hálfleik. Sigurinn var aldrei í hættu og Alberto Gilardino tryggði að Milan hirti öll stigin þrjú með þriðja marki liðsins undir lok leiksins. Nú eru þrjár umferðir eftir í Seria-A og Juventus síður en svo öruggir með titilinn, sérstaklega ef miðað er við gengi liðsins undanfarnar vikur. Þegar Juventus lagði Livorno á útivelli fyrir röskum mánuði síðan þótti einsýnt að þeir mundu tryggja sér titilinn örugglega en nú er þetta aftur orðið hörkuspennandi. Juve eiga næst útileik gegn Siena, þá heimaleik við Palermo og svo útileik gegn Reggina í lokaumferðinni. Milanmenn ætla áreiðanlega ekki að gefa Juve neitt svigrúm til að verða oftar á í messunni enda hafa þeir barist hart þrátt fyrir að staðan hafi virst ómöguleg. Milan eiga eftir heimaleik við Livorno, útileik við Parma og loks heimaleik gegn Roma. Fyrst þurfa þeir þó að fara til Barcelona og leika á Nou Camp í síðari undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en Barcamenn leiða einvígið 1-0. Staða efstu liða: 1 Juventus 35 82 2 AC Milan 35 79 3 Inter Milan 35 74 4 Fiorentina 35 68 5 AC Roma 35 65
Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira