Nokkur dagblöð í Dallas og nágrenni segjast í dag hafa heimildir fyrir því að Avery Johnson, þjálfari Dallas Mavericks, verði í kvöld útnefndur þjálfari ársins í NBA deildinni. Johnson stýrði Dallas til 60 sigra í deildarkeppninni í vetur og hefur enginn þjálfari í sögu deildarinnar átt betri byrjun. Johnson tók við liðinu af Don Nelson í fyrra og stýrði liði Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum í febrúar.

