Setuverkfall ófaglærðra starfsmanna á að minnsta kosti sex dvalar- og hjúkrunarheimilum á suðvesturlandi hófst á miðnætti vegna óánægju starfólks þar yfir því að fá laun sín ekki hækkuð til jafns við laun annarsstaðar fyrir sambærilega vinnu, fyrr en í upphafi næsta árs. Setuverkfallið nær til starfsfólks á Hrafnistu í Reykjavík og í Hafnarfirði, Víðinesi, Vífilsstöðum, Sunnuhlíð og Grund og ef til vill fleiri.Talsmenn starfsfólks þar búast við að margir muni segja þar upp á næstunni.
Setuverkfall á a.mk. sex dvalarheimilum
