Clippers áfram í fyrsta sinn í 30 ár 2. maí 2006 11:10 Leikmenn LA Clippers fögnuðu innilega eftir sigurinn á Denver, en nú gæti farið svo að Los Angeles-liðin mætist í næstu umferð ef Lakers nær að slá út Phoenix í kvöld. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn. NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. LA Clippers vann síðast seríu í úrslitakeppni árið 1976, þegar liðið hét Buffalo Braves. Liðið flutti því næst til San Diego og nú síðast til Los Angeles, en fjórir sigrar liðsins í ár jöfnuðu samanlagðan fjölda leikja sem liðið hafði unnið í úrslitakeppni þar síðan það flutti til borgar englanna árið 1984. Cuttino Mobley og Corey Maggette skoruðu 23 stig hvor í sigrinum í gær og Elton Brand bætti við 21 stigi og 13 fráköstum. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver í gær, en náði sér aldrei á strik í einvíginu frekar en nokkur félaga hans. Dallas vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis Grizzlies í leik sem sýndur var á NBA TV í nótt. Dallas sópaði Memphis þar með 4-0 út úr úrslitakeppninni og vann sinn fyrsta 4-0 sigur í úrslitakeppni í sögu félagsins. Memphis setti met með 12 tapi sínu í röð í úrslitakeppni síðan liðið komst þangað fyrst í sögu félagsins. Dirk Nowitzki var Memphis erfiður ljár í þúfu sem fyrr og skoraði 27 stig og Josh Howard 24 stig. Pau Gasol skoraði 25 stig fyrir Memphis. Detroit getur klárað einvígi sitt við Milwaukee í næsta leik á heimavelli eftir góðan útisigur í gær 109-99 og staðan því orðin 3-1 fyrir Detroit. Chauncey Billups skoraði 34 stig fyrir Detroit og Michael Redd skoraði 33 fyrir Milwaukee. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira
Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. LA Clippers vann síðast seríu í úrslitakeppni árið 1976, þegar liðið hét Buffalo Braves. Liðið flutti því næst til San Diego og nú síðast til Los Angeles, en fjórir sigrar liðsins í ár jöfnuðu samanlagðan fjölda leikja sem liðið hafði unnið í úrslitakeppni þar síðan það flutti til borgar englanna árið 1984. Cuttino Mobley og Corey Maggette skoruðu 23 stig hvor í sigrinum í gær og Elton Brand bætti við 21 stigi og 13 fráköstum. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver í gær, en náði sér aldrei á strik í einvíginu frekar en nokkur félaga hans. Dallas vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis Grizzlies í leik sem sýndur var á NBA TV í nótt. Dallas sópaði Memphis þar með 4-0 út úr úrslitakeppninni og vann sinn fyrsta 4-0 sigur í úrslitakeppni í sögu félagsins. Memphis setti met með 12 tapi sínu í röð í úrslitakeppni síðan liðið komst þangað fyrst í sögu félagsins. Dirk Nowitzki var Memphis erfiður ljár í þúfu sem fyrr og skoraði 27 stig og Josh Howard 24 stig. Pau Gasol skoraði 25 stig fyrir Memphis. Detroit getur klárað einvígi sitt við Milwaukee í næsta leik á heimavelli eftir góðan útisigur í gær 109-99 og staðan því orðin 3-1 fyrir Detroit. Chauncey Billups skoraði 34 stig fyrir Detroit og Michael Redd skoraði 33 fyrir Milwaukee.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira