Atvinna, fjölskyldu- og skipulagsmál í forgrunni 3. maí 2006 11:52 Oddur Halldórsson, Anna Halla Emilsdóttir, Víðir Benediktsson, Halla Björk Reynisdóttir og Nói Björnsson. Samsett mynd / Vísir L-listinn, listi fólksins sem býður fram í 3. sinn í sveitarstjórnarkosningunum 27. maí næstkomandi kynnti stefnuskrá sína í morgun undir yfirskriftinni "Afl fyrir Akureyri til 2010". Þar er áherslan meðal annars lögð á fjölskylduvænni bæ, eflingu skóla, fría leikskóla og almenningssamgöngur og þá vill L-listinn að bæjarstjóri Akureyrar verði ráðinn á faglegum forsendum. L-listinn, listi fólksins, bauð fyrst fram í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri árið 1998 og fékk einn mann kjörinn. Árið 2002 bætti hann við sig manni og á nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Nú er stefnan sett á 3 bæjarfulltrúa. L-listinn er hópur áhugafólks um velferð Akureyrar og íbúa hennar og er opinn öllum, óháð stjórnmálaskoðun. Stefnuskrá L-listans, lista fólksins fyrir næsta kjörtímabil er unnin eftir þeim markmiðum sem flokksmenn hafa sett sér, eftir spurningunni: "Hvernig viljum við að Akureyri verði við lok kjörtímabils, árið 2010?" Í stefnuskrá L-listans segir m.a.; "Við viljum að Akureyri verði enn betri bær og til þess leggjum við áherslu á meðal annars eftirfarandi mál: • Bætt skipulag innanbæjarsamgangna; • Ávallt nægar byggingarlóðir jafnt fyrir íbúðir sem atvinnustarfsemi; • Ljúka skipulagi háskólasvæðis; • Akureyri sé fjölskylduvænn bær; • Tryggt aðgengi að daggæslu, skólum, heilsugæslu og allri þjónustu; • Frítt í strætó! • Allar barnafjölskyldur eigi kost á leikskólaplássi - án skólagjalda; • Einkavæðum ekki skólana; • Leik- og grunnskólar: Heitur matur í hádeginu, eldaður á Akureyri! • Háskólinn á Akureyri njóti öflugs stuðnings; • Orkuháskólinn er boðinn velkominn! • Sorpmálin eru bæjarskömm, þeim verður komið í það horf að sómi verði af; • Glerárgil og strandlengjan meðfram bænum verða gerð að hreinu og vistvænu útivistarsvæði; • Vinnum markvist að stuðningi við atvinnulíf í bænum og gerum Akureyri fýsilegan kost fyrir ný fyrirtæki; • Vinnum markvisst að markaðssetningu Akureyrar; • Þyrlubjörgunarsveit verði staðsett á Akureyrarflugvelli; • Byggjum upp á KA - og Þórssvæðinu. • Byggjum akstursíþróttaaðstöðu við Glerá; • Tryggjum fimleikafólki aðstöðu sem jafnast á við besta sem gerist; • Reisum reiðhöll á hesthúsasvæðinu við Hlíðarholt; • Listahátíð unga fólksins verði árlegur viðburður; • Stóraukum fjármagn til vímuvarna og forvarna; • Vinnum markvisst áfram að uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þess þurfa og búum þeim heimilislegt umhverfi og aðstöðu til að taka á móti fjölskyldum sínum með reisn; • Við teljum að málefni fatlaðra sé betur borgið hjá sveitarfélaginu en ríki; • Algjört jafnrétti kynjanna á að vera ófrávíkjanleg regla í allri stjórnsýslu Akureyrarbæjar; • Áfram verði unnið að verkefninu „sjálfbært samfélag í Hrísey"; • Heilsugæsla Hríseyinga verði færð undir Heilsugæslustöðina á Akureyri; • Við viljum efla starfsemi Fjórðungssjúkrahússins sem hátæknisjúkrahús á landsbyggðinni; • Við viljum að bæjarstjórinn, það er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Akureyrarbæjar, verði ráðinn á faglegum forsendum; • Auðveldum bæjarbúum að fylgjast með hvað kjörnir fulltrúar þeirra eru að gera, hvernig bæjarstjórn vinnur. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
L-listinn, listi fólksins sem býður fram í 3. sinn í sveitarstjórnarkosningunum 27. maí næstkomandi kynnti stefnuskrá sína í morgun undir yfirskriftinni "Afl fyrir Akureyri til 2010". Þar er áherslan meðal annars lögð á fjölskylduvænni bæ, eflingu skóla, fría leikskóla og almenningssamgöngur og þá vill L-listinn að bæjarstjóri Akureyrar verði ráðinn á faglegum forsendum. L-listinn, listi fólksins, bauð fyrst fram í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri árið 1998 og fékk einn mann kjörinn. Árið 2002 bætti hann við sig manni og á nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Nú er stefnan sett á 3 bæjarfulltrúa. L-listinn er hópur áhugafólks um velferð Akureyrar og íbúa hennar og er opinn öllum, óháð stjórnmálaskoðun. Stefnuskrá L-listans, lista fólksins fyrir næsta kjörtímabil er unnin eftir þeim markmiðum sem flokksmenn hafa sett sér, eftir spurningunni: "Hvernig viljum við að Akureyri verði við lok kjörtímabils, árið 2010?" Í stefnuskrá L-listans segir m.a.; "Við viljum að Akureyri verði enn betri bær og til þess leggjum við áherslu á meðal annars eftirfarandi mál: • Bætt skipulag innanbæjarsamgangna; • Ávallt nægar byggingarlóðir jafnt fyrir íbúðir sem atvinnustarfsemi; • Ljúka skipulagi háskólasvæðis; • Akureyri sé fjölskylduvænn bær; • Tryggt aðgengi að daggæslu, skólum, heilsugæslu og allri þjónustu; • Frítt í strætó! • Allar barnafjölskyldur eigi kost á leikskólaplássi - án skólagjalda; • Einkavæðum ekki skólana; • Leik- og grunnskólar: Heitur matur í hádeginu, eldaður á Akureyri! • Háskólinn á Akureyri njóti öflugs stuðnings; • Orkuháskólinn er boðinn velkominn! • Sorpmálin eru bæjarskömm, þeim verður komið í það horf að sómi verði af; • Glerárgil og strandlengjan meðfram bænum verða gerð að hreinu og vistvænu útivistarsvæði; • Vinnum markvist að stuðningi við atvinnulíf í bænum og gerum Akureyri fýsilegan kost fyrir ný fyrirtæki; • Vinnum markvisst að markaðssetningu Akureyrar; • Þyrlubjörgunarsveit verði staðsett á Akureyrarflugvelli; • Byggjum upp á KA - og Þórssvæðinu. • Byggjum akstursíþróttaaðstöðu við Glerá; • Tryggjum fimleikafólki aðstöðu sem jafnast á við besta sem gerist; • Reisum reiðhöll á hesthúsasvæðinu við Hlíðarholt; • Listahátíð unga fólksins verði árlegur viðburður; • Stóraukum fjármagn til vímuvarna og forvarna; • Vinnum markvisst áfram að uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þess þurfa og búum þeim heimilislegt umhverfi og aðstöðu til að taka á móti fjölskyldum sínum með reisn; • Við teljum að málefni fatlaðra sé betur borgið hjá sveitarfélaginu en ríki; • Algjört jafnrétti kynjanna á að vera ófrávíkjanleg regla í allri stjórnsýslu Akureyrarbæjar; • Áfram verði unnið að verkefninu „sjálfbært samfélag í Hrísey"; • Heilsugæsla Hríseyinga verði færð undir Heilsugæslustöðina á Akureyri; • Við viljum efla starfsemi Fjórðungssjúkrahússins sem hátæknisjúkrahús á landsbyggðinni; • Við viljum að bæjarstjórinn, það er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Akureyrarbæjar, verði ráðinn á faglegum forsendum; • Auðveldum bæjarbúum að fylgjast með hvað kjörnir fulltrúar þeirra eru að gera, hvernig bæjarstjórn vinnur.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira