Vilja gagnsæi í starfskjörum þingmanna og ráðherra 5. maí 2006 08:00 MYND/Pjetur Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu. Alþýðusamband Íslands sendi á dögunum frá sér umsögn um frumvarp um kjararáð sem á að leysa af hólmi kjaradóm og kjaranefnd sem hingað til hafa ákvarðað launakjör æðstu embættismanna. ASÍ gagnrýndi að allar ákvarðanir um launakjör kjörinna fulltrúa skyldu ekki falla undir kjararáð, eins og til dæmis ákvarðanir um lífeyrisréttindi þingmanna sem áfram verða ákveðin á þingi. Samtök atvinnulífsins taka undir með ASÍ um að ekki muni skapast sátt í þjóðfélaginu um kjör þingmanna og ráðherra meðan ekki sé augljóst hver þau séu í raun og veru. Samtökin hafa reiknað út hvað lífeyriskjör þingmanna og ráðherra færi þeim umfram hinn almenna lífeyrisþega. Þau benda á að eftir 23 ár á þingi nái þingmaður hámarki eftirlaunahlutfalls sem er 70 prósent af þingfararkaupi. Það tryggi honum 330 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Sjóðsfélagi í lífeyrissjóði verslunarmanna ávinnur sér hins vegar um helmingi lægri upphæð á sama tíma. Ráðherra sem situr í þrjú kjörtímabil ávinnur sér nærri 600 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur mánaðarlega ævilangt. Sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna tryggir sér hins vegar 56 þúsund krónur á sama tímabili. Með öðrum orðum, það tekur ráðherra rúmlega eitt ár að vinna sér í þann lífeyri sem almennur lífeyrisþegi ávinnur sér á tólf árum. Þessi lífeyriskjör tryggja ráðherrum ígildi á bilinu 85-102 milljóna króna starfslokagreiðslu umfram almenna lífeyrissjóðsþega. Þingmenn fá hins vegar ígildi á bilinu 35-51 milljónar króna starfslokagreiðslu umfram aðra með sínum lífeyrisrétti. Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að svo lengi sem kjör kjörinna fulltrúa séu ekki almennilega uppi á borðinu verði ófriður í samfélaginu. Eftirlaunakjör ráðamanna verði að færa til samræmis við aðra landsmenn. Þingmenn og ráðherrar hafi ákveðið að aðrir landsmenn búi við tiltekin lífeyriskjör og þau umframlífeyrisréttindi sem þeir búi við vilji hann bæta upp í grunnlaunum. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu. Alþýðusamband Íslands sendi á dögunum frá sér umsögn um frumvarp um kjararáð sem á að leysa af hólmi kjaradóm og kjaranefnd sem hingað til hafa ákvarðað launakjör æðstu embættismanna. ASÍ gagnrýndi að allar ákvarðanir um launakjör kjörinna fulltrúa skyldu ekki falla undir kjararáð, eins og til dæmis ákvarðanir um lífeyrisréttindi þingmanna sem áfram verða ákveðin á þingi. Samtök atvinnulífsins taka undir með ASÍ um að ekki muni skapast sátt í þjóðfélaginu um kjör þingmanna og ráðherra meðan ekki sé augljóst hver þau séu í raun og veru. Samtökin hafa reiknað út hvað lífeyriskjör þingmanna og ráðherra færi þeim umfram hinn almenna lífeyrisþega. Þau benda á að eftir 23 ár á þingi nái þingmaður hámarki eftirlaunahlutfalls sem er 70 prósent af þingfararkaupi. Það tryggi honum 330 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Sjóðsfélagi í lífeyrissjóði verslunarmanna ávinnur sér hins vegar um helmingi lægri upphæð á sama tíma. Ráðherra sem situr í þrjú kjörtímabil ávinnur sér nærri 600 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur mánaðarlega ævilangt. Sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna tryggir sér hins vegar 56 þúsund krónur á sama tímabili. Með öðrum orðum, það tekur ráðherra rúmlega eitt ár að vinna sér í þann lífeyri sem almennur lífeyrisþegi ávinnur sér á tólf árum. Þessi lífeyriskjör tryggja ráðherrum ígildi á bilinu 85-102 milljóna króna starfslokagreiðslu umfram almenna lífeyrissjóðsþega. Þingmenn fá hins vegar ígildi á bilinu 35-51 milljónar króna starfslokagreiðslu umfram aðra með sínum lífeyrisrétti. Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að svo lengi sem kjör kjörinna fulltrúa séu ekki almennilega uppi á borðinu verði ófriður í samfélaginu. Eftirlaunakjör ráðamanna verði að færa til samræmis við aðra landsmenn. Þingmenn og ráðherrar hafi ákveðið að aðrir landsmenn búi við tiltekin lífeyriskjör og þau umframlífeyrisréttindi sem þeir búi við vilji hann bæta upp í grunnlaunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira