Shaq er áttunda undur veraldar 5. maí 2006 06:13 Tröllið Shaquille O´Neal hafði loksins ástæðu til að brosa í nótt NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal valdi sér góðan tíma til að vakna til lífsins með liði sínu Miami Heat í nótt þegar liðið sló Chicago út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni með 113-96 sigri á útivelli í sjötta leik liðanna. O´Neal skoraði 30 stig og hirti 20 fráköst í nótt og var líkari sjálfum sér eftir afleita frammistöðu í síðustu leikjum. "Ég gerði mér það ljóst fyrir leikinn að ég þyrfti að fínstilla mig aðeins í kvöld," sagði O´Neal, sem hafði verið í samfelldum villuvandræðum í síðustu leikjum. "Ég vissi að ég gæti ekki beitt styrk mínum frekar en í hinum leikjunum og því ákvað ég að beita sveifluskotunum meira og reyndi að beita mér varlega í hjálparvörninni og sleppa við aulavillur." Dwayne Wade spilaði leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á mjöðm og endaði með 23 stig. James Posey skoraði 18 stig og Udonis Haslem skoraði 17 stig og hirti 14 fráköst. Chicago-liðið náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum í gær og er fallið úr leik. Kirk Hinrich skoraði 23 stig, Ben Gordon skoraði 21 stig og Andres Nocioni bætti við 20 stigum. "Það er hálf kaldhæðnislegt að við eigum að vera lið sem vinnur á góðum varnarleik, en vörnin hjá okkur var meira og minna skelfileg í öllu einvíginu," sagði Kirk Hinrich fúll eftir leikinn. Shaquille O´Neal lét loksins til sín taka í einvíginu eftir þrjá afleita leiki í röð. "Ég sagði strákunum bara að dæla boltanum á mig og lét ekki plata mig í klaufalegar villur í þetta sinn," sagði hann og Dwayne Wade tók í sama streng. "Það ræður enginn við Shaq undir körfunni. Hann er áttunda undur veraldar," sagði Wade. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Shaquille O´Neal valdi sér góðan tíma til að vakna til lífsins með liði sínu Miami Heat í nótt þegar liðið sló Chicago út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni með 113-96 sigri á útivelli í sjötta leik liðanna. O´Neal skoraði 30 stig og hirti 20 fráköst í nótt og var líkari sjálfum sér eftir afleita frammistöðu í síðustu leikjum. "Ég gerði mér það ljóst fyrir leikinn að ég þyrfti að fínstilla mig aðeins í kvöld," sagði O´Neal, sem hafði verið í samfelldum villuvandræðum í síðustu leikjum. "Ég vissi að ég gæti ekki beitt styrk mínum frekar en í hinum leikjunum og því ákvað ég að beita sveifluskotunum meira og reyndi að beita mér varlega í hjálparvörninni og sleppa við aulavillur." Dwayne Wade spilaði leikinn þrátt fyrir að vera meiddur á mjöðm og endaði með 23 stig. James Posey skoraði 18 stig og Udonis Haslem skoraði 17 stig og hirti 14 fráköst. Chicago-liðið náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum í gær og er fallið úr leik. Kirk Hinrich skoraði 23 stig, Ben Gordon skoraði 21 stig og Andres Nocioni bætti við 20 stigum. "Það er hálf kaldhæðnislegt að við eigum að vera lið sem vinnur á góðum varnarleik, en vörnin hjá okkur var meira og minna skelfileg í öllu einvíginu," sagði Kirk Hinrich fúll eftir leikinn. Shaquille O´Neal lét loksins til sín taka í einvíginu eftir þrjá afleita leiki í röð. "Ég sagði strákunum bara að dæla boltanum á mig og lét ekki plata mig í klaufalegar villur í þetta sinn," sagði hann og Dwayne Wade tók í sama streng. "Það ræður enginn við Shaq undir körfunni. Hann er áttunda undur veraldar," sagði Wade.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira