Sport

San Antonio og Cleveland áfram

LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland sem vann einvígið gegn Washington Wizards, 4-2.
LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland sem vann einvígið gegn Washington Wizards, 4-2.

San Antonio Spurs og Cleveland komust í gærkvöldi í aðra umferð úrslitakeppninnar í NBA körfuboltanum. Oddaleikur Phoenix Suns og Los Angeles Lakers verður sýndur á Sýn extra klukkan eitt í nótt.

Sacramento Kings hefur veitt meisturunum í San Antonio Spurs harða keppni í vetur. Staðan fyrir leikinn í gærkvöldi var 3-2, Spurs í vil. En í gærkvöldi kom munurinn á liðunum berlega í ljós. San Antonio Spurs sigraði 105 - 83. Tony Parker var illviðráðanlegur og skoraði 31 stig. Bruce Bowen skoraði 16 og Tim Duncan 15.

Mike Bibby var stigahæstur hjá Sacramento, skoraði 19 stig en Bonzi Wells skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. San Antonio Spurs vann einvígið 4-2 og mætir Dallas Mavericks í undanúrslitum og verður fyrsti leikurinn á sunnudagskvöld.

Washington Wizards varð að vinna Cleveland til þess að knýja fram oddaleik í einvígi liðanna. Einvígi LeBron James og Gilbertas Arenas hélt áfram. James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Arenas 36 fyrir Washington. Arenas hitti úr þriggja stiga skoti í lokin og tryggði Washington framlengingu, staðan 107-107. Cleveland hafði síðan betur í framlenginunni, sigraði með eins stigs mun, 114-113. Cleveland vann því einvígið 4-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×