Sport

Valur meistari meistaranna

Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals lyftir bikarnum í Kaplakrika í kvöld.
Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals lyftir bikarnum í Kaplakrika í kvöld.

Bikarmeistarar Vals urðu í kvöld meistarar meistaranna í knattspyrnu karla þegar þeir lögðu Íslandsmeistara FH, 1-0 í Kaplakrika. Matthías Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu eftir eitilharðan undirbúning Ara Skúlasonar sem vann boltann á eigin vallarhelmingi og brunaði upp vinstri kantinn. Þaðan sendi hann boltann á Matthías sem skoraði með skoti utan vítateigs, framhjá Róberti Óskarssyni markverði FH

Leikurinn er háður árlega á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara. Fyrst var leikið í þessari keppni árið 1969 og voru það Keflvíkingar sem unnu titilinn fyrst félaga. Valsmenn, ásamt Keflvíkingum og Frömurum, hafa unnið þennan titil oftast eða í 7 skipti. FH sigraði í meistarkeppninni á síðasta ári og var það í fyrsta sinn sem FH-ingar unnu þennan titil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×