Detroit lék sér að Cleveland 8. maí 2006 05:30 Tayshaun Prince og Chauncey Billups hjá Detroit ganga hér glottandi af velli í gær, en fyrsti leikur þeirra gegn Cleveland í gær var í raun ekki meira en létt æfing fyrir þá NordicPhotos/GettyImages Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. Það varð fljótlega ljóst í leiknum í gær að Detroit liðið ætlaði ekki að gefa gestunum möguleika á að gera nokkuð óvænt í fyrsta leiknum í einvíginu. Detroit hafði 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og sallaði 43 stigum á gestina í öðrum leikhluta. Leikurinn var aldrei spennandi eftir það. Það segir sína sögu um styrkleika og jafnvægi Detroit-liðsins að Tayshaun Prince, sem settur var til höfuðs LeBron James í vörninni, var þeirra stigahæstur í gær með 24 stig og hitti úr öllum fjórum langskotum sínum í leiknum. Rip Hamilton skoraði 20 stig og Chauncey Billups skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig. "Þetta lið tapar ekki leik það sem eftir er í keppninni ef það heldur áfram að spila svona - það er alveg á hreinu. Við hittum 50% úr skotum okkar og töpuðum aðeins 6 boltum allan fyrri hálfleikinn, en vorum samt 22 stigum undir. Það er erfitt að útskýra það," sagði gáttaður LeBron James eftir leikinn. "Detroit-liðið var nógu fullt af sjálfstrausti fyrir, en þegar maður missir það á þessa spretti í lok hvers leikhluta - verður ekki við neitt ráðið. Við getum fyrst og fremst þakkað fyrir að það stigamunurinn á liðunum hefur ekkert vægi í heildarútkomunni í einvíginu," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. Það varð fljótlega ljóst í leiknum í gær að Detroit liðið ætlaði ekki að gefa gestunum möguleika á að gera nokkuð óvænt í fyrsta leiknum í einvíginu. Detroit hafði 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og sallaði 43 stigum á gestina í öðrum leikhluta. Leikurinn var aldrei spennandi eftir það. Það segir sína sögu um styrkleika og jafnvægi Detroit-liðsins að Tayshaun Prince, sem settur var til höfuðs LeBron James í vörninni, var þeirra stigahæstur í gær með 24 stig og hitti úr öllum fjórum langskotum sínum í leiknum. Rip Hamilton skoraði 20 stig og Chauncey Billups skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig. "Þetta lið tapar ekki leik það sem eftir er í keppninni ef það heldur áfram að spila svona - það er alveg á hreinu. Við hittum 50% úr skotum okkar og töpuðum aðeins 6 boltum allan fyrri hálfleikinn, en vorum samt 22 stigum undir. Það er erfitt að útskýra það," sagði gáttaður LeBron James eftir leikinn. "Detroit-liðið var nógu fullt af sjálfstrausti fyrir, en þegar maður missir það á þessa spretti í lok hvers leikhluta - verður ekki við neitt ráðið. Við getum fyrst og fremst þakkað fyrir að það stigamunurinn á liðunum hefur ekkert vægi í heildarútkomunni í einvíginu," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira