Sport

Viðsnúningur í Miami

Dwayne Wade hefur virkað nokkuð daufur í úrslitakeppninni til þessa, en hann sýndi þó gamalkunna takta í fyrri hálfleiknum í gær þar sem heimamenn náðu forskoti sem New Jersey náði aldrei að ógna
Dwayne Wade hefur virkað nokkuð daufur í úrslitakeppninni til þessa, en hann sýndi þó gamalkunna takta í fyrri hálfleiknum í gær þar sem heimamenn náðu forskoti sem New Jersey náði aldrei að ógna NordicPhotos/GettyImages

Annar leikur Miami og New Jersey í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA í nótt bauð upp á algjöran viðsnúning frá fyrsta leiknum, en heimamenn í Miami mættu miklu ákveðnari til leiks í gær og gerðu nánast út um leikinn á fyrstu sex mínútunum.

Miami-liðið virkaði andlaust og slappt í fyrsta leiknum, en í nótt voru það gestirnir sem virtust ekki alveg vaknaðir þegar flautað var til leiks og lentu 20 stigum undir um miðjan fyrsta leikhlutann. Það var Dwayne Wade sem leiddi áhlaup heimamanna og skoraði 3 þrista í röð á stuttum kafla. New Jersey náði sér aldrei á strik eftir þetta og Miami jafnaði því metin með auðveldum 111-89 sigri.

Dwayne Wade var stigahæstur í liði Miami með 31 stig, Shaquille O´Neal skoraði 21 stig og Jason Williams skoraði 13 stig. Vince Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey, Richard Jefferson skoraði 16, Jason Kidd 15 og Nenad Krstic 14. Staðan í einvíginu er því orðin 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í New Jersey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×