Sport

Bowen fékk flest atkvæði í varnarúrvalinu

Bruce Bowen hlaut flest atkvæði í varnarúrvalið í NBA
Bruce Bowen hlaut flest atkvæði í varnarúrvalið í NBA NordicPhotos/GettyImages

Bruce Bowen hjá San Antonio Spurs fékk flest atkvæði allra þegar tilkynnt var hvaða leikmenn væru í varnarliði ársins í NBA deildinni í dag. Bowen hlaut fleiri atkvæði en nýkjörinn varnarmaður ársins, Ben Wallace hjá Detroit.

Þetta var sjötta árið í röð sem Bowen er í varnarúrvalinu og fimmta árið í röð sem Wallace er þar á meðal. Andrei Kirilenko hjá Utah Jazz var auk þess valinn í liðið í þriðja sinn, Ron Artest í annað sinn á ferlinum og þá skiptu þeir með sér fimmta og síðasta sætinu þeir Kobe Bryant og Jason Kidd, en þeir hlutu jafn mörg atkvæði.

Annað liðið skipuðu þeir Kevin Garnett hjá Minnesota, Marcus Camby hjá Denver, Tim Duncan hjá San Antonio og þeir Chauncey Billups og Tayshaun Prince hjá Detroit Pistons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×