Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt FIFA að það sé hætt við að senda dómarann Massimo de Santis til keppni á HM eftir að ljóst var að hann væri viðriðinn stóra knattspyrnuhneykslið þar í landi. Aðstoðardómararnir sem áttu að fara með de Santis á HM hafa einnig verið settir út úr myndinni.
