Spámaðurinn hafði loks rangt fyrir sér 16. maí 2006 08:00 Brasilíumaðurinn Anderson Varejao fagnar hér sigri Cleveland í nótt, en hann hefur gegnt mikilvægu hlutverki í liðinu í úrslitakeppninni NordicPhotos/GettyImages LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA og í nótt varð Cleveland fyrst allra liða til að láta spámanninn Rasheed Wallace hafa rangt fyrir sér með 74-72 sigri á heimavelli sínum í fjórða leiknum við Detroit. Rasheed Wallace, leikmaður Detroit hefur gert nokkuð af því í úrslitakeppninni á síðustu árum að lofa sigrum fyrirfram hjá Detroit-liðinu og hann slengdi fram einni slíkri spá fyrir fjórða leik liðanna í gærkvöld. Spádómurinn var allt sem liðsmenn Cleveland þurftu, því þeir jöfnuðu metin í 2-2 í einvíginu með miklum baráttusigri á heimavelli sínum. "Það voru allir búnir að afskrifa okkur áður en þetta einvígi hófst, ekki bara Rasheed Wallace, heldur líka fólk í okkar eigin nágrenni. Það kom þó ekki að sök - við þurfum enga frekari hvatningu," sagði LeBron James, sem skoraði 22 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í leiknum. Sjálfur spámaðurinn gat hinsvegar lítið haft sig í frammi stóran hluta úr leiknum eftir að hafa snúið sig á ökkla. Áhorfendur í Cleveland bauluðu hástöfum á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann í leiknum. "Ég hef ekki áhyggjur af þessum gaurum þó við höfum tapað í kvöld. Það er ekki möguleiki í veröldinni að þeir vinni okkur í einvígi, en þeir léku vel í kvöld - ég gef þeim það. Þeir þurftu líka að eiga sinn besta leik til að sigra okkur á meðan við vorum að hitta mjög illa," sagði Rasheed Wallace. Rip Hamilton skoraði 30 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince skoraði 16 stig. Næsti leikur fer fram í Detroit, en öfugt við spádóma Rasheed Wallace, er nú ljóst að liðin þurfa að mætast á ný í Cleveland í sjötta leik. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers hafa ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA og í nótt varð Cleveland fyrst allra liða til að láta spámanninn Rasheed Wallace hafa rangt fyrir sér með 74-72 sigri á heimavelli sínum í fjórða leiknum við Detroit. Rasheed Wallace, leikmaður Detroit hefur gert nokkuð af því í úrslitakeppninni á síðustu árum að lofa sigrum fyrirfram hjá Detroit-liðinu og hann slengdi fram einni slíkri spá fyrir fjórða leik liðanna í gærkvöld. Spádómurinn var allt sem liðsmenn Cleveland þurftu, því þeir jöfnuðu metin í 2-2 í einvíginu með miklum baráttusigri á heimavelli sínum. "Það voru allir búnir að afskrifa okkur áður en þetta einvígi hófst, ekki bara Rasheed Wallace, heldur líka fólk í okkar eigin nágrenni. Það kom þó ekki að sök - við þurfum enga frekari hvatningu," sagði LeBron James, sem skoraði 22 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í leiknum. Sjálfur spámaðurinn gat hinsvegar lítið haft sig í frammi stóran hluta úr leiknum eftir að hafa snúið sig á ökkla. Áhorfendur í Cleveland bauluðu hástöfum á hann í hvert einasta skipti sem hann snerti boltann í leiknum. "Ég hef ekki áhyggjur af þessum gaurum þó við höfum tapað í kvöld. Það er ekki möguleiki í veröldinni að þeir vinni okkur í einvígi, en þeir léku vel í kvöld - ég gef þeim það. Þeir þurftu líka að eiga sinn besta leik til að sigra okkur á meðan við vorum að hitta mjög illa," sagði Rasheed Wallace. Rip Hamilton skoraði 30 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince skoraði 16 stig. Næsti leikur fer fram í Detroit, en öfugt við spádóma Rasheed Wallace, er nú ljóst að liðin þurfa að mætast á ný í Cleveland í sjötta leik.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Sjá meira