Phoenix í úrslit Vesturdeildar 23. maí 2006 06:23 Steve Nash og félagar eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð AFP Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri. Phoenix er því komið í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð og er komið þangað nú eftir tvö rafmögnuð einvígi við liðin tvö frá Los Angeles, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í sjöunda leik í báðum tilvikum. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix sem fyrr, skoraði 29 stig og átti 11 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig, Tim Thomas skoraði 16 stig og Boris Diaw skoraði 14 stig. Nash hefur átt við þrálát bakmeiðsli að stríða í úrslitakeppninni og voru þau farin að hafa áhrif á hann í síðustu leikjum. "Það var gott að fá smá hvíld, því þá gat ég fengið sjúkraþjálfarana okkar til að tjasla mér aðeins saman," sagði Nash. Elton Brand var frábær í liði Clippers sem fyrr og skoraði 36 stig og hirti 9 fráköst, Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst og Shaun Livingston skoraði 14 stig. Phoenix hitti úr 60% skota sinna utan af velli og 15 af 27 þriggja stiga skotum sínum. "Við náðum að spila okkar leik og hanga í þeim framan af, en þegar þeir fóru að raða niður þristunum, fengum við ekki við neitt ráðið," sagði Mike Dunleavy, þjálfari Clippers. "Ég vissi að þetta yrði langt kvöld þegar Nash setti fyrsta þristinn," sagði Corey Maggette hjá Clippers. Nash hafði fyrir leikinn hitt úr 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu, en hitti 4 af 5 í nótt. Phoenix mætti Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra og hafði betur eftir mjög skemmtilega rimmu. Fyrsti leikur liðanna verður á miðvikudagskvöldið. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri. Phoenix er því komið í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð og er komið þangað nú eftir tvö rafmögnuð einvígi við liðin tvö frá Los Angeles, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í sjöunda leik í báðum tilvikum. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix sem fyrr, skoraði 29 stig og átti 11 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig, Tim Thomas skoraði 16 stig og Boris Diaw skoraði 14 stig. Nash hefur átt við þrálát bakmeiðsli að stríða í úrslitakeppninni og voru þau farin að hafa áhrif á hann í síðustu leikjum. "Það var gott að fá smá hvíld, því þá gat ég fengið sjúkraþjálfarana okkar til að tjasla mér aðeins saman," sagði Nash. Elton Brand var frábær í liði Clippers sem fyrr og skoraði 36 stig og hirti 9 fráköst, Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst og Shaun Livingston skoraði 14 stig. Phoenix hitti úr 60% skota sinna utan af velli og 15 af 27 þriggja stiga skotum sínum. "Við náðum að spila okkar leik og hanga í þeim framan af, en þegar þeir fóru að raða niður þristunum, fengum við ekki við neitt ráðið," sagði Mike Dunleavy, þjálfari Clippers. "Ég vissi að þetta yrði langt kvöld þegar Nash setti fyrsta þristinn," sagði Corey Maggette hjá Clippers. Nash hafði fyrir leikinn hitt úr 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu, en hitti 4 af 5 í nótt. Phoenix mætti Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra og hafði betur eftir mjög skemmtilega rimmu. Fyrsti leikur liðanna verður á miðvikudagskvöldið.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira