Phoenix í úrslit Vesturdeildar 23. maí 2006 06:23 Steve Nash og félagar eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð AFP Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri. Phoenix er því komið í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð og er komið þangað nú eftir tvö rafmögnuð einvígi við liðin tvö frá Los Angeles, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í sjöunda leik í báðum tilvikum. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix sem fyrr, skoraði 29 stig og átti 11 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig, Tim Thomas skoraði 16 stig og Boris Diaw skoraði 14 stig. Nash hefur átt við þrálát bakmeiðsli að stríða í úrslitakeppninni og voru þau farin að hafa áhrif á hann í síðustu leikjum. "Það var gott að fá smá hvíld, því þá gat ég fengið sjúkraþjálfarana okkar til að tjasla mér aðeins saman," sagði Nash. Elton Brand var frábær í liði Clippers sem fyrr og skoraði 36 stig og hirti 9 fráköst, Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst og Shaun Livingston skoraði 14 stig. Phoenix hitti úr 60% skota sinna utan af velli og 15 af 27 þriggja stiga skotum sínum. "Við náðum að spila okkar leik og hanga í þeim framan af, en þegar þeir fóru að raða niður þristunum, fengum við ekki við neitt ráðið," sagði Mike Dunleavy, þjálfari Clippers. "Ég vissi að þetta yrði langt kvöld þegar Nash setti fyrsta þristinn," sagði Corey Maggette hjá Clippers. Nash hafði fyrir leikinn hitt úr 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu, en hitti 4 af 5 í nótt. Phoenix mætti Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra og hafði betur eftir mjög skemmtilega rimmu. Fyrsti leikur liðanna verður á miðvikudagskvöldið. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira
Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri. Phoenix er því komið í úrslit Vesturdeildarinnar annað árið í röð og er komið þangað nú eftir tvö rafmögnuð einvígi við liðin tvö frá Los Angeles, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í sjöunda leik í báðum tilvikum. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix sem fyrr, skoraði 29 stig og átti 11 stoðsendingar, Shawn Marion skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig, Tim Thomas skoraði 16 stig og Boris Diaw skoraði 14 stig. Nash hefur átt við þrálát bakmeiðsli að stríða í úrslitakeppninni og voru þau farin að hafa áhrif á hann í síðustu leikjum. "Það var gott að fá smá hvíld, því þá gat ég fengið sjúkraþjálfarana okkar til að tjasla mér aðeins saman," sagði Nash. Elton Brand var frábær í liði Clippers sem fyrr og skoraði 36 stig og hirti 9 fráköst, Corey Maggette skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst og Shaun Livingston skoraði 14 stig. Phoenix hitti úr 60% skota sinna utan af velli og 15 af 27 þriggja stiga skotum sínum. "Við náðum að spila okkar leik og hanga í þeim framan af, en þegar þeir fóru að raða niður þristunum, fengum við ekki við neitt ráðið," sagði Mike Dunleavy, þjálfari Clippers. "Ég vissi að þetta yrði langt kvöld þegar Nash setti fyrsta þristinn," sagði Corey Maggette hjá Clippers. Nash hafði fyrir leikinn hitt úr 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum í einvíginu, en hitti 4 af 5 í nótt. Phoenix mætti Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra og hafði betur eftir mjög skemmtilega rimmu. Fyrsti leikur liðanna verður á miðvikudagskvöldið.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Sjá meira