Tekur aftur við oddvitahlutverkinu 28. maí 2006 19:45 MYND/E.Ól. Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg.Gríðarleg eftirvænting ríkti meðal Sjálfstæðismanna í Árborg í gærkvöldi meðan þeir biðu eftir fyrstu tölum úr kosningu til sveitarstjórnar. Sjálfstæðismenn fóru vel af stað í kosningabaráttunni og gáfu skoðanakannanir þeim framan af vonir um að fá meirihluta í bæjarstjórn.Það breyttist eftir að Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, varð uppvís að því að stýra bíl undir áhrifum áfengis, keyra á ljósastaur og leggja síðan á flótta. Þeim flótta lauk með handtöku Eyþórs og vist í fangaklefa.Í gærkvöld lauk spennuþrunginni bið með miklum fagnaðarlátum þegar í ljós kom að Sjálfstæðismenn fengu fjóra bæjarfulltrúa af níu. Sjálfstæðismenn fengju 40 prósent atkvæða og hafa aldrei gert betur í Árborg. Talsvert var hins vegar um að kjósendur strikuðu yfir nafn Eyþórs, eins og hann hafði reyndar mælst til að fólk gerði frekar en að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Þær hafa hins vegar ekki áhrif á stöðu Eyþórs því 51 prósent kjósenda hefði þurft að strika yfir nafn hans til að breyta listanum. Ekki er búið að taka saman hversu margir strikuðu yfir nafn Eyþórs en það var langt frá því að vera nóg til að fella hann úr bæjarstjórn.Eyþór var hæstánægður með niðurstöðuna og sagðist aðspurður líta á þetta sem stuðningsyfirlýsingu við sig. "Ég held að það að fá þetta fylgi sé traustsyfirlýsing við hvern sem er, hvort sem hann hefur ekið á staur eða ekki."Eyþór segist nú taka aftur við oddvitahlutverkinu hjá Sjálfstæðismönnum í Árborg að kosningabaráttunni lokinni. Hann taki hins vegar ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann kann að verða dæmdur í vegna ölvunaraksturs síns og flótta af vettvangi. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg.Gríðarleg eftirvænting ríkti meðal Sjálfstæðismanna í Árborg í gærkvöldi meðan þeir biðu eftir fyrstu tölum úr kosningu til sveitarstjórnar. Sjálfstæðismenn fóru vel af stað í kosningabaráttunni og gáfu skoðanakannanir þeim framan af vonir um að fá meirihluta í bæjarstjórn.Það breyttist eftir að Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, varð uppvís að því að stýra bíl undir áhrifum áfengis, keyra á ljósastaur og leggja síðan á flótta. Þeim flótta lauk með handtöku Eyþórs og vist í fangaklefa.Í gærkvöld lauk spennuþrunginni bið með miklum fagnaðarlátum þegar í ljós kom að Sjálfstæðismenn fengu fjóra bæjarfulltrúa af níu. Sjálfstæðismenn fengju 40 prósent atkvæða og hafa aldrei gert betur í Árborg. Talsvert var hins vegar um að kjósendur strikuðu yfir nafn Eyþórs, eins og hann hafði reyndar mælst til að fólk gerði frekar en að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Þær hafa hins vegar ekki áhrif á stöðu Eyþórs því 51 prósent kjósenda hefði þurft að strika yfir nafn hans til að breyta listanum. Ekki er búið að taka saman hversu margir strikuðu yfir nafn Eyþórs en það var langt frá því að vera nóg til að fella hann úr bæjarstjórn.Eyþór var hæstánægður með niðurstöðuna og sagðist aðspurður líta á þetta sem stuðningsyfirlýsingu við sig. "Ég held að það að fá þetta fylgi sé traustsyfirlýsing við hvern sem er, hvort sem hann hefur ekið á staur eða ekki."Eyþór segist nú taka aftur við oddvitahlutverkinu hjá Sjálfstæðismönnum í Árborg að kosningabaráttunni lokinni. Hann taki hins vegar ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann kann að verða dæmdur í vegna ölvunaraksturs síns og flótta af vettvangi.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira