Dallas komið yfir 29. maí 2006 05:48 Dirk Nowitzki fór fyrir liði Dallas í sóknarleiknum í nótt og skoraði mest allra á vellinum, 28 stig. NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks vann aftur heimavallarréttinn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli 95-88. Frábær varnarleikur skóp sigur Dallas í nótt í leik sem sýndur var beint á Sýn, en það er sannarlega ekki á hverjum degi sem liði Phoenix er haldið undir 90 stigum á heimavelli sínum. Leikurinn var nokkuð harður og var á tíðum heitt í kolunum milli leikmanna. Phoenix-liðið náði aldrei að keyra almennilega upp hraðann og spila sinn leik, en það var raunar aulagangur heimamanna í varnarfráköstunum sem gerði útslagið, því Dallas hélt forskoti sínu í restina með því að hirða hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Dirk Nowitzki var frábær í liði Dallas með 28 stig og 17 fráköst, Josh Howard skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Jason Terry skoraði 19 stig. Þess má til gamans geta að Dallas hefur unnið 23 leiki og ekki tapað einum einasta í allan vetur þegar Josh Howard skorar yfir 20 stig. Steve Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 21 stig og 7 stoðsendingar, Boris Diaw skoraði 20 stig, Leandro Barbosa 17 stig, Tim Thomas var með 14 stig og 10 fráköst og Shawn Marion skoraði 10 stig og hirti 14 fráköst. Boris Diaw hefur nú skorað yfir 20 stig að meðaltali þrjá leiki í röð, en hann hefur aldrei áður gert það á ferlinum. Næsti leikur liðanna fer einnig fram í Phoenix. Þess má svo að lokum geta að fjórði leikur Miami og Detroit fer fram í kvöld og verður sá lykilleikur í einvíginu sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Dallas Mavericks vann aftur heimavallarréttinn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli 95-88. Frábær varnarleikur skóp sigur Dallas í nótt í leik sem sýndur var beint á Sýn, en það er sannarlega ekki á hverjum degi sem liði Phoenix er haldið undir 90 stigum á heimavelli sínum. Leikurinn var nokkuð harður og var á tíðum heitt í kolunum milli leikmanna. Phoenix-liðið náði aldrei að keyra almennilega upp hraðann og spila sinn leik, en það var raunar aulagangur heimamanna í varnarfráköstunum sem gerði útslagið, því Dallas hélt forskoti sínu í restina með því að hirða hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Dirk Nowitzki var frábær í liði Dallas með 28 stig og 17 fráköst, Josh Howard skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst og Jason Terry skoraði 19 stig. Þess má til gamans geta að Dallas hefur unnið 23 leiki og ekki tapað einum einasta í allan vetur þegar Josh Howard skorar yfir 20 stig. Steve Nash var stigahæstur hjá Phoenix með 21 stig og 7 stoðsendingar, Boris Diaw skoraði 20 stig, Leandro Barbosa 17 stig, Tim Thomas var með 14 stig og 10 fráköst og Shawn Marion skoraði 10 stig og hirti 14 fráköst. Boris Diaw hefur nú skorað yfir 20 stig að meðaltali þrjá leiki í röð, en hann hefur aldrei áður gert það á ferlinum. Næsti leikur liðanna fer einnig fram í Phoenix. Þess má svo að lokum geta að fjórði leikur Miami og Detroit fer fram í kvöld og verður sá lykilleikur í einvíginu sýndur í beinni útsendingu á Sýn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira