Hjalti Þór Vignisson hefur verið ráðinn í starf bæjarstjóra í sveitafélaginu Hornafirði. Á fréttavefnum Horn.is kemur fram að það hafi verið samdóma álit nýs meirihluta framsóknarmanna og Samfylkingar að ráða Hjalta í starfið. Hann hefur undanfarið verið aðstoðarbæjarstjóri samhliða því að vera forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Hjalti mun hefja störf um leið og nýr meirihluti tekur við um miðjan júní. Hann verður líklega yngsti bæjarstjóri landsins en hann er 28 ára að aldri.
Nýr bæjarstjóri á Hornafirði

Framsóknarflokkurinn
Fréttir
Frjálslyndi flokkurinn
Innlent
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Stj.mál
Sveitarstjórnarmál
Vinstri græn
Mest lesið


Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent

Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent





