Engar stórar breytingar fyrirhugaðar 6. júní 2006 15:02 Útlit er fyrir að þessir þrír vinni áfram saman á næsta ári. Joe Dumars, forseti Detroit (th) ætlar að reyna að ná samningum við Ben Wallace og hefur ekki í hyggju að reka Flip Saunders (tv) þó ekki hafi gengið vel í úrslitakeppninni í ár NordicPhotos/GettyImages Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu. Deildarmeistarar Detroit ollu gríðarlegum vonbrigðum í úrslitakeppninni á dögunum og margir vildu meina að Saunders þjálfari yrði jafnvel rekinn og að breytingar yrðu gerðar á liðinu. Ben Wallace er með lausa samninga í sumar og segir Joe Dumars það forgangsatriði að halda honum hjá félaginu. "Starf mitt er að komast að því hvort við höfum náð öllu því sem hægt er að ná út úr þessu liði - og eftir að hafa hugsað málið vandlega, tel ég að svo sé ekki. Það verða því engar stórar breytingar gerðar á hópnum hjá okkur, að því gefnu að Wallace framlengi samning sinn," sagði Dumar. Það vakti nokkra athygli fyrir nokkru þegar Ben Wallace rak gamla umboðsmanninn sinn og réði til sín hinn alræmda Arn Tellem, en sá er einn sá þekktasti í bransanum og frægur fyrir að vera harður í samningum. Þetta þótti benda til þess að Wallace ætlaði að fara fram á risasamning frá Detroit í sumar - ella færi hann annað. Wallace er orðinn 32 ára gamall og því er ólíklegt að Pistons bjóði honum mjög stóran samning. "Ég spurði Wallace hvernig hann vildi að ég semdi við Tellem," sagði Dumars. "Reyndu bara að leysa þetta sem fyrst," var það eina sem Wallace svaraði honum. Talið er víst að einhverjar af varaskeifum liðsins muni fara frá liðinu í sumar, en Dumars hefur fullan hug á því að bæta við sig brúklegum mönnum á varamannabekkinn. Menn eins og Bonzi Wells hjá Sacramento og Mike James hjá Toronto hafa þar verið nefndir til sögunnar - en þeir eiga báðir rætur að rekja til Detroit. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Joe Dumars, forseti NBA liðs Detroit Pistons, hefur gefið það út að engar stórar breytingar verði gerðar á liðinu í sumar, svo framarlega sem félagið nær samningum við miðherjann Ben Wallace. Dumars segir jafnframt að framtíð Flip Saunders þjálfara sé ekki í neinni hættu. Deildarmeistarar Detroit ollu gríðarlegum vonbrigðum í úrslitakeppninni á dögunum og margir vildu meina að Saunders þjálfari yrði jafnvel rekinn og að breytingar yrðu gerðar á liðinu. Ben Wallace er með lausa samninga í sumar og segir Joe Dumars það forgangsatriði að halda honum hjá félaginu. "Starf mitt er að komast að því hvort við höfum náð öllu því sem hægt er að ná út úr þessu liði - og eftir að hafa hugsað málið vandlega, tel ég að svo sé ekki. Það verða því engar stórar breytingar gerðar á hópnum hjá okkur, að því gefnu að Wallace framlengi samning sinn," sagði Dumar. Það vakti nokkra athygli fyrir nokkru þegar Ben Wallace rak gamla umboðsmanninn sinn og réði til sín hinn alræmda Arn Tellem, en sá er einn sá þekktasti í bransanum og frægur fyrir að vera harður í samningum. Þetta þótti benda til þess að Wallace ætlaði að fara fram á risasamning frá Detroit í sumar - ella færi hann annað. Wallace er orðinn 32 ára gamall og því er ólíklegt að Pistons bjóði honum mjög stóran samning. "Ég spurði Wallace hvernig hann vildi að ég semdi við Tellem," sagði Dumars. "Reyndu bara að leysa þetta sem fyrst," var það eina sem Wallace svaraði honum. Talið er víst að einhverjar af varaskeifum liðsins muni fara frá liðinu í sumar, en Dumars hefur fullan hug á því að bæta við sig brúklegum mönnum á varamannabekkinn. Menn eins og Bonzi Wells hjá Sacramento og Mike James hjá Toronto hafa þar verið nefndir til sögunnar - en þeir eiga báðir rætur að rekja til Detroit.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti