Sport

KR-ingar á eftir fyrsta deildarsigrinum í Eyjum síðan 1997

Eyjamenn hafa ekki tapað heimaleik fyrir KR í níu ár.
Eyjamenn hafa ekki tapað heimaleik fyrir KR í níu ár. ©Heiða Helgadóttir

Leikur ÍBV og KR í 6. umferð Landsbankadeild karla í knattspyrnu, sem var frestað í gær vegna þess að ekki var hægt að fljúga til Vestmannaeyja, hefur verið settur á klukkan 19:15 á morgun á Hásteinsvellinum. KR-ingar hafa ekki unnið deildarleik í Eyjum síðan 1997 og Eyjamenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum í Landsbankadeildinni.

KR-ingar hafa náð í þrjú stig í síðustu níu heimsóknum sínum til Eyja og þau komu í jafnteflisleikjum 2000 (1-1). 2003 (0-0) og 2004 (2-2). Hina sex leikina hafa Eyjamenn unnið þar á meðal 2-1 í leiknum á síðasta tímabili. Sem dæmi um tak Eyjamanna á KR-liðinu undanfarin níu ár var að 2-1 tap KR-liðsins í Eyjum sumarið 1999 var eina tap Vesturbæjarliðsins sumarið sem liðið endurheimti Íslandsbikarinn eftir 31 árs bið.

Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir Eyjamenn sem hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum sínum og hafa þar á meðal tapað tveimur heimaleikjum í röð (0-3 fyrir Val og 0-1 fyrir Víkingi). Eyjamenn hafa ekki tapað þremur heimaleikjum í röð í efstu deild síðan sumarið 1993.

Ólafur Brynjar Halldórsson hefur að venju tekið saman ýmsa fróðleiksmola um leiki KR og ÍBV og þá má finna á heimasíðu KR-inga (http://www.kr.is/knattspyrna/) en hér fer listi hans yfir leiki liðanna á Hásteinsvellinum undanfarinn áratug.

Leikir ÍBV og KR í Eyjum undanfarinn áratug:

1996 ÍBV - KR 0-4 (0-2) - 7. umferð

0-1 Einar Þór Daníelsson (2.), 0-2 Ríkharður Daðason (19.), 0-3 Guðmundur Benediktsson (77.), 0-4 Heimir Guðjónsson (vsp 87.)

1997 ÍBV - KR 1-2 (0-1) - 7. umferð

0-1 Hilmar Björnsson (30.), 0-2 Andri Sigþórsson (52.), 1-2 Tryggvi Guðmundsson (77.)

1998 ÍBV - KR 3-1 (1-1) - 9. umferð

1-0 Steingrímur Jóhannesson (10.), 1-1 Guðmundur Benediktsson (19.), 2-1 Steingrímur Jóhannesson (70.), 3-1 Kristinn Hafliðason (85.)

1999 ÍBV - KR 2-1 (1-1) - 6. umferð

0-1 Sigþór Júlíusson (6.), 1-1 Hlynur Stefánsson (17.), 2-1 Ívar Ingimarsson (81.)

2000 ÍBV - KR 1-1 (1-1) - 8. umferð

0-1 Andri Sigþórsson (vsp 31.), 1-1 Momir Mileta (vsp 41.)

2001 ÍBV - KR 1-0 (0-0) - 4. umferð

1-0 Aleksander Ilic (53.)

2002 ÍBV - KR 3-0 (1-0) - 7. umferð

1-0 Tómas Ingi Tómasson (44.), 2-0 Bjarnólfur Lárusson (67.), 3-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (82.)

2003 ÍBV - KR 0-0 (0-0) - 8. umferð

2004 ÍBV - KR 2-2 (1-2) - 4. umferð

0-1 Kristinn Hafliðason (4.), 0-2 Arnar Gunnlaugsson (vsp 12.), 1-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (45.), 2-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (78.)

2005 ÍBV - KR 2-1 (1-0) - 5. umferð

1-0 Matthew Platt (27.), 2-0 Ian Jeffs (58.), 2-1 sjálfsmark (75.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×