Ekki hægt að segja nei við Barcelona 14. júní 2006 20:13 Eiður Smári er hér við undirritun samnings síns í Barcelona í dag, en með honum á myndinni eru þeir Joan Laporta forseti félagsins og Frank Rijkaard þjálfari Barcelona. AFP Eiður Smári Guðjohnsen sagði að tækifærið til að ganga í raðir Evrópumeistara hefði verið of gott til að hafna því. Eiður gekk formlega í raðir spænska risans í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Kaupverðið var rúmur milljarður króna og samningurinn er til fjögurra ára. "Ég fékk tilboð frá nokkrum öðrum liðum, en tækifærið til að ganga í raðir Barcelona var of gott til að neita því. Það verður sannur heiður fyrir mig að fá að spila með þessu félagi, enda er Barcelona eitt stærsta og virtasta félagslið veraldar," sagði Eiður og varaði fólk við að bera sig saman við forvera sinn hjá liðinu, Svíann Henrik Larsson. "Ég veit að fólk er að tala um að ég sé eftirmaður Henrik Larsson hjá Barcelona, en það er ég ekki. Ég er allt öðruvísi leikmaður en hann og hef minn eigin stíl," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Eiður mun leika í treyju númer sjö eins og sjá má á myndinni, en það er númerið sem Larsson notaði á síðustu leiktíð. Eiður lék í treyju númer 22 hjá Chelsea og það númer var á lausu hjá Barcelona. Hann hefur enn ekki vilja gefa upp af hverju númer 7 varð fyrir valinu, en lætur það væntanlega í ljós fljótlega. "Ég er að koma frá liði þar sem menn voru vanir því að vinna og þurftu að gæta þess að missa ekki hungur og einbeitingu og það sama á við hjá þessu félagi," sagði Eiður og greindi frá samtali sínu við Jose Mourinho þegar hann fór frá Chelsea. "Við áttum gott spjall og ákváðum að væri kominn tími til að breyta til eftir sex ár. Við töluðum ekkert sérstaklega um að til stæði að ég færi til Barcelona á þeim tímapunkti, en ég man hvað Mourinho sagði okkur um Barcelona áður en við mættum þeim í meistaradeildinni á sínum tíma. Hann sagði mér frá ástríðu fólksins og hvað félagi þýddi fyrir fólkið hérna í Katalóníu - að Barcelona væri félag fólksins," sagði Eiður í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sagði að tækifærið til að ganga í raðir Evrópumeistara hefði verið of gott til að hafna því. Eiður gekk formlega í raðir spænska risans í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Kaupverðið var rúmur milljarður króna og samningurinn er til fjögurra ára. "Ég fékk tilboð frá nokkrum öðrum liðum, en tækifærið til að ganga í raðir Barcelona var of gott til að neita því. Það verður sannur heiður fyrir mig að fá að spila með þessu félagi, enda er Barcelona eitt stærsta og virtasta félagslið veraldar," sagði Eiður og varaði fólk við að bera sig saman við forvera sinn hjá liðinu, Svíann Henrik Larsson. "Ég veit að fólk er að tala um að ég sé eftirmaður Henrik Larsson hjá Barcelona, en það er ég ekki. Ég er allt öðruvísi leikmaður en hann og hef minn eigin stíl," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Eiður mun leika í treyju númer sjö eins og sjá má á myndinni, en það er númerið sem Larsson notaði á síðustu leiktíð. Eiður lék í treyju númer 22 hjá Chelsea og það númer var á lausu hjá Barcelona. Hann hefur enn ekki vilja gefa upp af hverju númer 7 varð fyrir valinu, en lætur það væntanlega í ljós fljótlega. "Ég er að koma frá liði þar sem menn voru vanir því að vinna og þurftu að gæta þess að missa ekki hungur og einbeitingu og það sama á við hjá þessu félagi," sagði Eiður og greindi frá samtali sínu við Jose Mourinho þegar hann fór frá Chelsea. "Við áttum gott spjall og ákváðum að væri kominn tími til að breyta til eftir sex ár. Við töluðum ekkert sérstaklega um að til stæði að ég færi til Barcelona á þeim tímapunkti, en ég man hvað Mourinho sagði okkur um Barcelona áður en við mættum þeim í meistaradeildinni á sínum tíma. Hann sagði mér frá ástríðu fólksins og hvað félagi þýddi fyrir fólkið hérna í Katalóníu - að Barcelona væri félag fólksins," sagði Eiður í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjá meira