Miami Heat NBA-meistari í fyrsta sinn 21. júní 2006 05:30 Dwyane Wade, Pat Riley þjálfari og Shaquille O´Neal fagna hér meistaratitlinum í nótt. Riley vann sinn fimmta á ferlinum sem þjálfari, O´Neal sinn fjórða sem leikmaður - en Wade sinn fyrsta NordicPhotos/GettyImages Miami Heat varð í nótt NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið skellti Dallas á útivelli 95-92 og vann þar með einvígið 4-2, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Dwyane Wade bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í einvíginu og var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitanna. Hann skoraði yfir 35 stig í fjórum síðustu leikjunum og var gjörsamlega óstöðvandi. Útlitið var ekki bjart fyrir Miami eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í Dallas, en liðið vann eftir það næstu fjóra og landaði titlinum í Dallas í nótt. Wade var stigahæsti maður vallarins sem fyrr og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 9 stig, en það skipti engu máli í gær frekar en fyrr - því Miami er sannarlega liðið hans Dwyane Wade. Þessi frábæri leikmaður er nú heldur betur búinn að stimpla sig inn sem einn allra besti leikmaður heimsins og hefur unnið sinn fyrsta titil eftir þrjú ár í deildinni. Dallas hafði yfir í byrjun leiks í nótt, en náði aldrei að hrista af sér ákveðna gestina. Leikurinn var mjög fjörlegur í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tók taugastríðið við og bæði lið voru fjarri sínu besta. Rétt eins og áður í einvíginu var það þó snillingurinn Dwyane Wade sem gerði gæfumuninn, en ekki má þó gleyma framlagi þeirra Udonis Haslem og Alonzo Mourning. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, en var þó í raun nokkuð frá sínum besta leik eins og í síðustu leikjum. "Það eina sem ég er búinn að vera að reyna að gera í þessu einvígi er að sanna fyrir fólki að það hafi haft rangt fyrir sér," sagði Dwyane Wade eftir leikinn. "Fólk var að segja að ég gæti ekki skotið utan af velli - svo ég sýndi að ég gæti skotið utan af velli. Svo var sagt að ég gæti ekki spilað - og ég sýndi þeim að ég gæti spilað. Þetta er samt ekki spurning um að ég hafi sett strákana á bakið á mér og borið þá að þessum titli. Við fimmtán manna lið og gerðum þetta saman," sagði Wade og þakkaði öðrum fremur Guði almáttugum fyrir sigurinn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira
Miami Heat varð í nótt NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið skellti Dallas á útivelli 95-92 og vann þar með einvígið 4-2, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Dwyane Wade bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í einvíginu og var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitanna. Hann skoraði yfir 35 stig í fjórum síðustu leikjunum og var gjörsamlega óstöðvandi. Útlitið var ekki bjart fyrir Miami eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í Dallas, en liðið vann eftir það næstu fjóra og landaði titlinum í Dallas í nótt. Wade var stigahæsti maður vallarins sem fyrr og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 9 stig, en það skipti engu máli í gær frekar en fyrr - því Miami er sannarlega liðið hans Dwyane Wade. Þessi frábæri leikmaður er nú heldur betur búinn að stimpla sig inn sem einn allra besti leikmaður heimsins og hefur unnið sinn fyrsta titil eftir þrjú ár í deildinni. Dallas hafði yfir í byrjun leiks í nótt, en náði aldrei að hrista af sér ákveðna gestina. Leikurinn var mjög fjörlegur í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tók taugastríðið við og bæði lið voru fjarri sínu besta. Rétt eins og áður í einvíginu var það þó snillingurinn Dwyane Wade sem gerði gæfumuninn, en ekki má þó gleyma framlagi þeirra Udonis Haslem og Alonzo Mourning. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, en var þó í raun nokkuð frá sínum besta leik eins og í síðustu leikjum. "Það eina sem ég er búinn að vera að reyna að gera í þessu einvígi er að sanna fyrir fólki að það hafi haft rangt fyrir sér," sagði Dwyane Wade eftir leikinn. "Fólk var að segja að ég gæti ekki skotið utan af velli - svo ég sýndi að ég gæti skotið utan af velli. Svo var sagt að ég gæti ekki spilað - og ég sýndi þeim að ég gæti spilað. Þetta er samt ekki spurning um að ég hafi sett strákana á bakið á mér og borið þá að þessum titli. Við fimmtán manna lið og gerðum þetta saman," sagði Wade og þakkaði öðrum fremur Guði almáttugum fyrir sigurinn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira