Sport

Krefur Jordan og Nike um 60 milljarða

Útsjónasemi fólks á réttarsviðinu í Bandaríkjunum virðast engin takmörk sett
Útsjónasemi fólks á réttarsviðinu í Bandaríkjunum virðast engin takmörk sett

Maður nokkur að nafni Allen Heckard í Oregon-fylki í Bandaríkjunum hefur nú farið í skaðabótamál við Michael Jordan og Nike íþróttavöruframleiðandann, því hann segist vera orðinn hundleiður á því að fólk ruglist á honum og körfuboltastjörnunni fyrrverandi. Maðurinn fer fram á tæpa 60 milljarða króna í skaðabætur fyrir það sem hann kallar daglega pínu undanfarin 15 ár.

Heckard er öllu lægri en Michael Jordan, en spilar sjálfur körfubolta og heldur sér í góðu formi að eigin sögn. Hann segist vera orðinn mjög þreyttur á því að fólk telji sig vera Jordan á förnum vegi - en segist alls ekki vera að reyna að líkjast honum.

Heckard er með rakað höfuð eins og Jordan, eyrnalokk í sama eyra og spilar körfubolta í Jordan-skóm frá Nike. Hann fer nú fram á að Jordan og Nike greiði sér sitt hvora tæpa 30 milljarðana fyrir óþægindin sem hann hefur orðið fyrir síðustu 15 árin og fékk upphæðina sem hann krefst út eftir ákveðinni reikniformúlu sem hann útbjó sjálfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×