Amfetamín í hvítvínsflöskum 12. júlí 2006 18:06 Litháarnir tveir, Arvydas Maciulskis og Saulius Prusinskas, sitja báðir í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Þeir voru handteknir í febrúar eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tvær hvítvínsflöskur í handfarangri Saulius. Flöskurnar voru frá sitthvorri álfunni en með eins korktappa og innsiglaðar með vaxi. Við frekari rannsókn kom í ljós að þær innihéldu báðar amfetamínbasa. Stuttu eftir handtöku Sauliusar beindist grunur að Arvydasi sem talinn er hafa skipulagt fleiri smyglferðir burðardýra til landsins. Hann var handtekinn og við húsleit á heimili hans fannst etanól í vínskáp og uppskrift til að breyta vökvanum í amfetamín í föstu formi. Arvydas sagðist hafa fengið uppskriftina á netinu. Sérfræðingur lögreglunnar sagði í Héraðsdómi í dag að þeir sem væru vanir að baka eftir uppskrift ættu í litlum vandkvæðum með að breyta amfetamínvökvanum í fast form. Hægt væri að notast við venjuleg eldhúsáhöld með góðum árangri. Lögreglumaðurinn sem fór með rannsókn málsins bar vitni fyrir dómnum. Hann sagði Arvydas hafa lýst sig saklausan frá upphafi og fundist sjálfsagt að ljúga að lögreglunni. Hann hafi til dæmis sagst hafa hitt júgóslava að nafninu Ratkó í gufunni í Laugum sem hafi beðið hann að taka á móti amfeatmínvökvanum gegn greiðslu. Lögreglan fékk aðgang að gögnum úr augnskannanum í World Class og komst að því að Arvydas fór aldrei í ræktina á umræddum tíma. Símanúmer Arvydasar kom mikið við sögu. Hringt var 13 sinnum úr númerinu í Saulius eftir að hann var handtekinn við komuna til landsins. Á sama tíma voru send sms úr númerinu til aðila í Litháen. Arvydas sagðist hafa átt í tímafrekum timburviðskiptum við vin sinn þar en vildi ekki útskýra þau viðskipti nánar. Áberandi munur var á fasi litháanna tveggja í Héraðsdómi í gær. Meðan Arvydas glotti út í annað bar Saulius sig aumlega. Sagðist hafa þjáðst af langvarandi svefnleysi eftir að lögreglan hótaði honum 22 ára fangelsi ef hann játaði ekki. Hann ætti fárveika móður í Litháen sem þarfnaðist hjálpar hans. Sveinn Andri Sveinsson gagnrýndi lögregluna fyrir að fylgja ekki eftir rannsókninni til Litháen. Lögreglan svaraði því til að þar væri harðsvíruð mafía að störfum og menn gengju undir gælunöfnum sem erfitt væri að rekja. Til dæmis sagði Saulíus að maðurinn sem afhenti honum dópflöskurnar í Litháen hefði aldrei kallað sig annað en Nesimon sem á ensku gæti þýtt nobody og á íslensku -- enginn. Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Litháarnir tveir, Arvydas Maciulskis og Saulius Prusinskas, sitja báðir í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Þeir voru handteknir í febrúar eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tvær hvítvínsflöskur í handfarangri Saulius. Flöskurnar voru frá sitthvorri álfunni en með eins korktappa og innsiglaðar með vaxi. Við frekari rannsókn kom í ljós að þær innihéldu báðar amfetamínbasa. Stuttu eftir handtöku Sauliusar beindist grunur að Arvydasi sem talinn er hafa skipulagt fleiri smyglferðir burðardýra til landsins. Hann var handtekinn og við húsleit á heimili hans fannst etanól í vínskáp og uppskrift til að breyta vökvanum í amfetamín í föstu formi. Arvydas sagðist hafa fengið uppskriftina á netinu. Sérfræðingur lögreglunnar sagði í Héraðsdómi í dag að þeir sem væru vanir að baka eftir uppskrift ættu í litlum vandkvæðum með að breyta amfetamínvökvanum í fast form. Hægt væri að notast við venjuleg eldhúsáhöld með góðum árangri. Lögreglumaðurinn sem fór með rannsókn málsins bar vitni fyrir dómnum. Hann sagði Arvydas hafa lýst sig saklausan frá upphafi og fundist sjálfsagt að ljúga að lögreglunni. Hann hafi til dæmis sagst hafa hitt júgóslava að nafninu Ratkó í gufunni í Laugum sem hafi beðið hann að taka á móti amfeatmínvökvanum gegn greiðslu. Lögreglan fékk aðgang að gögnum úr augnskannanum í World Class og komst að því að Arvydas fór aldrei í ræktina á umræddum tíma. Símanúmer Arvydasar kom mikið við sögu. Hringt var 13 sinnum úr númerinu í Saulius eftir að hann var handtekinn við komuna til landsins. Á sama tíma voru send sms úr númerinu til aðila í Litháen. Arvydas sagðist hafa átt í tímafrekum timburviðskiptum við vin sinn þar en vildi ekki útskýra þau viðskipti nánar. Áberandi munur var á fasi litháanna tveggja í Héraðsdómi í gær. Meðan Arvydas glotti út í annað bar Saulius sig aumlega. Sagðist hafa þjáðst af langvarandi svefnleysi eftir að lögreglan hótaði honum 22 ára fangelsi ef hann játaði ekki. Hann ætti fárveika móður í Litháen sem þarfnaðist hjálpar hans. Sveinn Andri Sveinsson gagnrýndi lögregluna fyrir að fylgja ekki eftir rannsókninni til Litháen. Lögreglan svaraði því til að þar væri harðsvíruð mafía að störfum og menn gengju undir gælunöfnum sem erfitt væri að rekja. Til dæmis sagði Saulíus að maðurinn sem afhenti honum dópflöskurnar í Litháen hefði aldrei kallað sig annað en Nesimon sem á ensku gæti þýtt nobody og á íslensku -- enginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira