Hið fornfræga NBA lið Boston Celtics hefur náð samkomulagi við stórstjörnuna Paul Pierce um að framlengja samning sinn við félagið til þriggja ára. Talið er að samningur þessi sem gildir út árið 2008 muni tryggja Pierce tæpar 60 milljónir dollara á samningstímanum, en deildin á þó enn eftir að samþykkja þessa ráðstöfun.