
Innlent
Bílvelta í Norðurárdal
Roskin kona slasaðist og var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann í Reykjavík, eftir að bíll hennar valt í Norðurárdal undir kvöld. Hún mun þó ekki vera alvarlega slösuð en er þó enn á sjúkrahúsi. Bíllinn var með aftanívagn, sem líka skemmdist mikið, en ekki liggur fyrir hvort vagninn var beint eða óbeint orsakavaldur slyssins.
Fleiri fréttir
×