Ekið á sex ára stúlku á reiðhjóli
Ekið var á sex ára stúlku á reiðhjóli, á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, rétt fyrir klukkan níu í morgun. Stúlkan er ekki talin alvarlega slösuð. Hún meiddist þó á vinstri fæti og var flutt á slysadeildina í Fossvogi.