Steranotkun unglinga mest í þremur greinum íþrótta 2. ágúst 2006 03:30 Rétt tæp átján prósent nemenda í framhaldsskólum landsins, sem lagt hafa stund á vaxtarrækt, höfðu aðspurðir notað örvandi efnið efedrín í tengslum við iðkunina einhvern tíma á síðustu tólf mánuðum. Þá höfðu þrettán prósent nemenda sem iðka vaxtarrækt notað anabólíska stera í tengslum við íþróttina einhvern tíma á sama tímabili. Bæði þessi efni eru ólögleg hér á landi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknir og greining vann fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2004. Þátttakendur voru þeir nemendur allra framhaldsskóla á Íslandi sem mættir voru í kennslustundir á þeim tíma sem kannanirnar voru lagðar fyrir. Gild svör fengust frá 11.031 nemanda og var svarhlutfall því 80,9 prósent. 75 prósent þeirra sem svöruðu stunduðu íþróttir eða líkamsrækt vikulega eða oftar, eða samtals 8.273 manns. Niðurstöður þessarar viðamiklu könnunar lágu fyrir á vordögum 2005, en þær hafa ekki litið dagsins ljós fyrr en nú. „Það er athyglisvert að af heildinni sem er að nota stera er heldur hærra hlutfall einstaklinga sem stunda engar íþróttir," segir Pálmar Hreinsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá ÍSÍ. Hann bætir við að hlutfall steranotenda lækki enn ef athuguð sé staða mála iðkenda hjá skipulögðum íþróttafélögum innan ÍSÍ miðað við aðra. Misnotkunin tengist því ekki öðrum þáttum en íþróttaiðkun. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að notkun framhaldsskólanema á efedríni og anabólískum sterum tengist einkum þremur íþróttagreinum, það er vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum. Brögð eru þó einnig að því að neysla þessara ólöglegu efna tíðkist í mun fleiri íþróttagreinum, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Athyglisverð eru svör þeirra nemenda sem nota efnin við spurningunni um hvernig þeir hafi fengið þau. Þrjátíu prósent segjast hafa fengið sterana hjá vini eða kunningja. 47 prósent segjast hafa fengið efedrínið hjá vinum. 21 prósent segist hafa fengið stera hjá fólki á líkamsræktarstöðvum og sextán prósent efedrín. Þá kveðast 22 prósent svarenda hafa fengið stera hjá fólki tengdu íþróttafélagi og þrettán prósent hafa fengið efedrín á sama hátt. Fréttir Innlent Íþróttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Rétt tæp átján prósent nemenda í framhaldsskólum landsins, sem lagt hafa stund á vaxtarrækt, höfðu aðspurðir notað örvandi efnið efedrín í tengslum við iðkunina einhvern tíma á síðustu tólf mánuðum. Þá höfðu þrettán prósent nemenda sem iðka vaxtarrækt notað anabólíska stera í tengslum við íþróttina einhvern tíma á sama tímabili. Bæði þessi efni eru ólögleg hér á landi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknir og greining vann fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2004. Þátttakendur voru þeir nemendur allra framhaldsskóla á Íslandi sem mættir voru í kennslustundir á þeim tíma sem kannanirnar voru lagðar fyrir. Gild svör fengust frá 11.031 nemanda og var svarhlutfall því 80,9 prósent. 75 prósent þeirra sem svöruðu stunduðu íþróttir eða líkamsrækt vikulega eða oftar, eða samtals 8.273 manns. Niðurstöður þessarar viðamiklu könnunar lágu fyrir á vordögum 2005, en þær hafa ekki litið dagsins ljós fyrr en nú. „Það er athyglisvert að af heildinni sem er að nota stera er heldur hærra hlutfall einstaklinga sem stunda engar íþróttir," segir Pálmar Hreinsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá ÍSÍ. Hann bætir við að hlutfall steranotenda lækki enn ef athuguð sé staða mála iðkenda hjá skipulögðum íþróttafélögum innan ÍSÍ miðað við aðra. Misnotkunin tengist því ekki öðrum þáttum en íþróttaiðkun. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að notkun framhaldsskólanema á efedríni og anabólískum sterum tengist einkum þremur íþróttagreinum, það er vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum. Brögð eru þó einnig að því að neysla þessara ólöglegu efna tíðkist í mun fleiri íþróttagreinum, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Athyglisverð eru svör þeirra nemenda sem nota efnin við spurningunni um hvernig þeir hafi fengið þau. Þrjátíu prósent segjast hafa fengið sterana hjá vini eða kunningja. 47 prósent segjast hafa fengið efedrínið hjá vinum. 21 prósent segist hafa fengið stera hjá fólki á líkamsræktarstöðvum og sextán prósent efedrín. Þá kveðast 22 prósent svarenda hafa fengið stera hjá fólki tengdu íþróttafélagi og þrettán prósent hafa fengið efedrín á sama hátt.
Fréttir Innlent Íþróttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira