Árni Johnsen vill ekkert gefa upp um framboð 3. ágúst 2006 20:04 Vestmannaeyjar MYND/Vísir Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. Árni Johnsen var fyrst kjörinn á þing árið 1983 og var hann þingmaður Sunnlendinga. Hann sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf. Árni hefur sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig aftur fram til þings. Stuðningsmenn Árna í Vestmannaeyjum hafa hafið söfnun undirskrifta til að hvetja hann til að bjóða sig fram í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið hvort að prófkjör verði í kjördæminu en það hefur ekki verið fyrir tvennar síðustu kosningar. Verði hins vegar prófkjör verður það líklega í haust eða í kringum áramótin. Einhverjar vangaveltur hafa einnig verið um hvort Árni geti í raun boðið sig aftur fram vegna dómsins sem hann hlaut. Í lögum er kveðið á um að þeir sem bjóði sig fram þurfi að hafa óflekkað mannorð. Í lögum um kosningar til Alþingis segir að ,,enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar". Ekki hefur náðst í neinn hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til að fá úr því skorðið hvaða áhrif þessi lagaákvæði hafa á hugsanlegt framboð Árna. Stuðningsmenn Árna hafa dreift listum víða um Vestmannaeyjar og eru undirtektir þar almennt góðar að sögn stuðningsmanna. Þorkell Húnbogason, einn af stuðningsmönnum Árna og upphafsmönnum undirskriftasöfnunarinnar, segir Árna þann þingmann sem mest hafi gert fyrir Vestmannaeyjinga og bæjarbúar vilji sjá hann aftur sem þingmann þeirra. Sjálfur segir Árni það ótímabært að gefa nokkuð upp um það hvort hann hyggist bjóða sig fram ef af prókjöri verður. Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. Árni Johnsen var fyrst kjörinn á þing árið 1983 og var hann þingmaður Sunnlendinga. Hann sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf. Árni hefur sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig aftur fram til þings. Stuðningsmenn Árna í Vestmannaeyjum hafa hafið söfnun undirskrifta til að hvetja hann til að bjóða sig fram í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið hvort að prófkjör verði í kjördæminu en það hefur ekki verið fyrir tvennar síðustu kosningar. Verði hins vegar prófkjör verður það líklega í haust eða í kringum áramótin. Einhverjar vangaveltur hafa einnig verið um hvort Árni geti í raun boðið sig aftur fram vegna dómsins sem hann hlaut. Í lögum er kveðið á um að þeir sem bjóði sig fram þurfi að hafa óflekkað mannorð. Í lögum um kosningar til Alþingis segir að ,,enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar". Ekki hefur náðst í neinn hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til að fá úr því skorðið hvaða áhrif þessi lagaákvæði hafa á hugsanlegt framboð Árna. Stuðningsmenn Árna hafa dreift listum víða um Vestmannaeyjar og eru undirtektir þar almennt góðar að sögn stuðningsmanna. Þorkell Húnbogason, einn af stuðningsmönnum Árna og upphafsmönnum undirskriftasöfnunarinnar, segir Árna þann þingmann sem mest hafi gert fyrir Vestmannaeyjinga og bæjarbúar vilji sjá hann aftur sem þingmann þeirra. Sjálfur segir Árni það ótímabært að gefa nokkuð upp um það hvort hann hyggist bjóða sig fram ef af prókjöri verður.
Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira