Hunsa boð um rússneskar þyrlur 21. ágúst 2006 19:07 Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Kristinn Hrafnsson.Þyrlurnar sem Landhelgisgisgæslan notar - TF SIF og TF LIF eru franskar - sú minni er af svokallaðri dolphin gerð en sú stærri er kölluð Super Puma. Ekki eru bornar brigður á að þetta séu hinar vönduðustu þyrlur og hentugar í björgunar og leitarstörf. Sikorsky þyrlur frá bandaríkjunum - sem mikið eru notaðar af bandarískra hernum eru nefndar sem valkostur sem hægt væri að bera þessar þyrlur saman við. En þessar þyrlur eru dýrar - hver ný Puma kostar ríflega tvo millljarð króna og sikorsky er á svipuðu verði. Til stendur að kaupa þrjár nýjar þyrlur í samræmi við tillögur frá nefnd Björns Bjarnasonar sem skilaði áliti í síðasta mánuði og kynntar voru í ríkisstjórn. Ef menn halda sig við franskar eða bandarískar þyrlur eru þetta innkaup uppá ríflega sex miljarða króna. Á meðan verið er að kanna þessi kaup verða tvær þyrlur leigðar - sömu gerðar og nú eru í rekstri hjá gæslunni og koma þær til landsins í næsta mánuði. En íslenskum stjórnvöldum stendur til boða mun ódýrari valkostur sem gæti sparað þjóðarbúinu að minsta kosti fjóra komma fimm milljarða króna. Ítrekað hefur verið reynt að vekja athygli stjórnvalda á rússneskum björgunarþyrlum af gerðinni MI 172. Þetta eru þyrlur sem hafa verið notaðar töluvert utan rússlands og þykja henta vel á norðurslóðum, enda hannaðar sérstaklega til að þola erfiðar aðstæður í fimbulkulda. Rússnesku þyrlurnar hafa verið notaðar af Kandadmönnum auk þess sem tugir þyrlna af þessu tagi eru notaðar af Sameinuðu þjóðunum. Þær voru meðal annars notaðar í fjallahérðuðum Himmalæja við bjögunarstörf í kjölfar jarðskjálftana í Pakistan á liðnu ári. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að bera saman ólíka þyrlukosti. Verðið á rússnesku þyrlunum slær þó hinum við með afgerandi hætti. MI 172 kostar ný innan við 300 milljónir króna - eða sjö sinnum minna en Puma. Þó svo að það þurfi að bæta við þá tölu vegna viðbótarbúnaðar er óumdeilt að hægt er að kaupa að minnsta kosti fjórar fullbúnar þyrlur af þessari gerð fyrir verð einnar Púmu. Þrátt fyrir þennan mun virðist áhuginn á að skoða þennan valkost hér á landi lítill. NFS hefur heimildir fyrir því að Viktor Tatarintsev, sendirherra rússa hér á landi hafi beitt sér í málinu, án árangurs. þannig hafi hann haft milligöngu um að senda utanríkisráðuneytinu erindi í apríl þar sem fulltrúum íslenskra stjórnvalda var boðið í ferð til rússlands til að skoða þessar þyrlur. Samkvæmt heimildum NFS virti utanríkisráðuneytið sendiherrann ekki svars. Þetta sama boð var nýverið kynnt Georgi Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hann staðfesti það í samtali við NFS en segist ekki telja að gæslan geti þegið slíkt boð án milligöngu dómsmálaráðuneytisins, sem gæslan heyrir undir. Hann segist þó aðspurður telja fulla ástæðu til þess að skoða þann valkost að kaupa þessar rússnesku þyrlur - svo fremi sem þær standist kröfur evrópskra flugmálayfirvalda. Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Kristinn Hrafnsson.Þyrlurnar sem Landhelgisgisgæslan notar - TF SIF og TF LIF eru franskar - sú minni er af svokallaðri dolphin gerð en sú stærri er kölluð Super Puma. Ekki eru bornar brigður á að þetta séu hinar vönduðustu þyrlur og hentugar í björgunar og leitarstörf. Sikorsky þyrlur frá bandaríkjunum - sem mikið eru notaðar af bandarískra hernum eru nefndar sem valkostur sem hægt væri að bera þessar þyrlur saman við. En þessar þyrlur eru dýrar - hver ný Puma kostar ríflega tvo millljarð króna og sikorsky er á svipuðu verði. Til stendur að kaupa þrjár nýjar þyrlur í samræmi við tillögur frá nefnd Björns Bjarnasonar sem skilaði áliti í síðasta mánuði og kynntar voru í ríkisstjórn. Ef menn halda sig við franskar eða bandarískar þyrlur eru þetta innkaup uppá ríflega sex miljarða króna. Á meðan verið er að kanna þessi kaup verða tvær þyrlur leigðar - sömu gerðar og nú eru í rekstri hjá gæslunni og koma þær til landsins í næsta mánuði. En íslenskum stjórnvöldum stendur til boða mun ódýrari valkostur sem gæti sparað þjóðarbúinu að minsta kosti fjóra komma fimm milljarða króna. Ítrekað hefur verið reynt að vekja athygli stjórnvalda á rússneskum björgunarþyrlum af gerðinni MI 172. Þetta eru þyrlur sem hafa verið notaðar töluvert utan rússlands og þykja henta vel á norðurslóðum, enda hannaðar sérstaklega til að þola erfiðar aðstæður í fimbulkulda. Rússnesku þyrlurnar hafa verið notaðar af Kandadmönnum auk þess sem tugir þyrlna af þessu tagi eru notaðar af Sameinuðu þjóðunum. Þær voru meðal annars notaðar í fjallahérðuðum Himmalæja við bjögunarstörf í kjölfar jarðskjálftana í Pakistan á liðnu ári. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að bera saman ólíka þyrlukosti. Verðið á rússnesku þyrlunum slær þó hinum við með afgerandi hætti. MI 172 kostar ný innan við 300 milljónir króna - eða sjö sinnum minna en Puma. Þó svo að það þurfi að bæta við þá tölu vegna viðbótarbúnaðar er óumdeilt að hægt er að kaupa að minnsta kosti fjórar fullbúnar þyrlur af þessari gerð fyrir verð einnar Púmu. Þrátt fyrir þennan mun virðist áhuginn á að skoða þennan valkost hér á landi lítill. NFS hefur heimildir fyrir því að Viktor Tatarintsev, sendirherra rússa hér á landi hafi beitt sér í málinu, án árangurs. þannig hafi hann haft milligöngu um að senda utanríkisráðuneytinu erindi í apríl þar sem fulltrúum íslenskra stjórnvalda var boðið í ferð til rússlands til að skoða þessar þyrlur. Samkvæmt heimildum NFS virti utanríkisráðuneytið sendiherrann ekki svars. Þetta sama boð var nýverið kynnt Georgi Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hann staðfesti það í samtali við NFS en segist ekki telja að gæslan geti þegið slíkt boð án milligöngu dómsmálaráðuneytisins, sem gæslan heyrir undir. Hann segist þó aðspurður telja fulla ástæðu til þess að skoða þann valkost að kaupa þessar rússnesku þyrlur - svo fremi sem þær standist kröfur evrópskra flugmálayfirvalda.
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira