Hunsa boð um rússneskar þyrlur 21. ágúst 2006 19:07 Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Kristinn Hrafnsson.Þyrlurnar sem Landhelgisgisgæslan notar - TF SIF og TF LIF eru franskar - sú minni er af svokallaðri dolphin gerð en sú stærri er kölluð Super Puma. Ekki eru bornar brigður á að þetta séu hinar vönduðustu þyrlur og hentugar í björgunar og leitarstörf. Sikorsky þyrlur frá bandaríkjunum - sem mikið eru notaðar af bandarískra hernum eru nefndar sem valkostur sem hægt væri að bera þessar þyrlur saman við. En þessar þyrlur eru dýrar - hver ný Puma kostar ríflega tvo millljarð króna og sikorsky er á svipuðu verði. Til stendur að kaupa þrjár nýjar þyrlur í samræmi við tillögur frá nefnd Björns Bjarnasonar sem skilaði áliti í síðasta mánuði og kynntar voru í ríkisstjórn. Ef menn halda sig við franskar eða bandarískar þyrlur eru þetta innkaup uppá ríflega sex miljarða króna. Á meðan verið er að kanna þessi kaup verða tvær þyrlur leigðar - sömu gerðar og nú eru í rekstri hjá gæslunni og koma þær til landsins í næsta mánuði. En íslenskum stjórnvöldum stendur til boða mun ódýrari valkostur sem gæti sparað þjóðarbúinu að minsta kosti fjóra komma fimm milljarða króna. Ítrekað hefur verið reynt að vekja athygli stjórnvalda á rússneskum björgunarþyrlum af gerðinni MI 172. Þetta eru þyrlur sem hafa verið notaðar töluvert utan rússlands og þykja henta vel á norðurslóðum, enda hannaðar sérstaklega til að þola erfiðar aðstæður í fimbulkulda. Rússnesku þyrlurnar hafa verið notaðar af Kandadmönnum auk þess sem tugir þyrlna af þessu tagi eru notaðar af Sameinuðu þjóðunum. Þær voru meðal annars notaðar í fjallahérðuðum Himmalæja við bjögunarstörf í kjölfar jarðskjálftana í Pakistan á liðnu ári. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að bera saman ólíka þyrlukosti. Verðið á rússnesku þyrlunum slær þó hinum við með afgerandi hætti. MI 172 kostar ný innan við 300 milljónir króna - eða sjö sinnum minna en Puma. Þó svo að það þurfi að bæta við þá tölu vegna viðbótarbúnaðar er óumdeilt að hægt er að kaupa að minnsta kosti fjórar fullbúnar þyrlur af þessari gerð fyrir verð einnar Púmu. Þrátt fyrir þennan mun virðist áhuginn á að skoða þennan valkost hér á landi lítill. NFS hefur heimildir fyrir því að Viktor Tatarintsev, sendirherra rússa hér á landi hafi beitt sér í málinu, án árangurs. þannig hafi hann haft milligöngu um að senda utanríkisráðuneytinu erindi í apríl þar sem fulltrúum íslenskra stjórnvalda var boðið í ferð til rússlands til að skoða þessar þyrlur. Samkvæmt heimildum NFS virti utanríkisráðuneytið sendiherrann ekki svars. Þetta sama boð var nýverið kynnt Georgi Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hann staðfesti það í samtali við NFS en segist ekki telja að gæslan geti þegið slíkt boð án milligöngu dómsmálaráðuneytisins, sem gæslan heyrir undir. Hann segist þó aðspurður telja fulla ástæðu til þess að skoða þann valkost að kaupa þessar rússnesku þyrlur - svo fremi sem þær standist kröfur evrópskra flugmálayfirvalda. Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Kristinn Hrafnsson.Þyrlurnar sem Landhelgisgisgæslan notar - TF SIF og TF LIF eru franskar - sú minni er af svokallaðri dolphin gerð en sú stærri er kölluð Super Puma. Ekki eru bornar brigður á að þetta séu hinar vönduðustu þyrlur og hentugar í björgunar og leitarstörf. Sikorsky þyrlur frá bandaríkjunum - sem mikið eru notaðar af bandarískra hernum eru nefndar sem valkostur sem hægt væri að bera þessar þyrlur saman við. En þessar þyrlur eru dýrar - hver ný Puma kostar ríflega tvo millljarð króna og sikorsky er á svipuðu verði. Til stendur að kaupa þrjár nýjar þyrlur í samræmi við tillögur frá nefnd Björns Bjarnasonar sem skilaði áliti í síðasta mánuði og kynntar voru í ríkisstjórn. Ef menn halda sig við franskar eða bandarískar þyrlur eru þetta innkaup uppá ríflega sex miljarða króna. Á meðan verið er að kanna þessi kaup verða tvær þyrlur leigðar - sömu gerðar og nú eru í rekstri hjá gæslunni og koma þær til landsins í næsta mánuði. En íslenskum stjórnvöldum stendur til boða mun ódýrari valkostur sem gæti sparað þjóðarbúinu að minsta kosti fjóra komma fimm milljarða króna. Ítrekað hefur verið reynt að vekja athygli stjórnvalda á rússneskum björgunarþyrlum af gerðinni MI 172. Þetta eru þyrlur sem hafa verið notaðar töluvert utan rússlands og þykja henta vel á norðurslóðum, enda hannaðar sérstaklega til að þola erfiðar aðstæður í fimbulkulda. Rússnesku þyrlurnar hafa verið notaðar af Kandadmönnum auk þess sem tugir þyrlna af þessu tagi eru notaðar af Sameinuðu þjóðunum. Þær voru meðal annars notaðar í fjallahérðuðum Himmalæja við bjögunarstörf í kjölfar jarðskjálftana í Pakistan á liðnu ári. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að bera saman ólíka þyrlukosti. Verðið á rússnesku þyrlunum slær þó hinum við með afgerandi hætti. MI 172 kostar ný innan við 300 milljónir króna - eða sjö sinnum minna en Puma. Þó svo að það þurfi að bæta við þá tölu vegna viðbótarbúnaðar er óumdeilt að hægt er að kaupa að minnsta kosti fjórar fullbúnar þyrlur af þessari gerð fyrir verð einnar Púmu. Þrátt fyrir þennan mun virðist áhuginn á að skoða þennan valkost hér á landi lítill. NFS hefur heimildir fyrir því að Viktor Tatarintsev, sendirherra rússa hér á landi hafi beitt sér í málinu, án árangurs. þannig hafi hann haft milligöngu um að senda utanríkisráðuneytinu erindi í apríl þar sem fulltrúum íslenskra stjórnvalda var boðið í ferð til rússlands til að skoða þessar þyrlur. Samkvæmt heimildum NFS virti utanríkisráðuneytið sendiherrann ekki svars. Þetta sama boð var nýverið kynnt Georgi Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hann staðfesti það í samtali við NFS en segist ekki telja að gæslan geti þegið slíkt boð án milligöngu dómsmálaráðuneytisins, sem gæslan heyrir undir. Hann segist þó aðspurður telja fulla ástæðu til þess að skoða þann valkost að kaupa þessar rússnesku þyrlur - svo fremi sem þær standist kröfur evrópskra flugmálayfirvalda.
Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira