Vill umræðu um nauðsyn leyniþjónustu 27. ágúst 2006 18:48 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Björn Bjarnason hélt ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar á fimmtudag þar sem hann gerði öryggis- og varmál að umtalsefni sínu. Benti hann á að talið væri að lífi óbreyttra borgara væri helst ógnað með hryðjuverkum í dag og að Íslendingar gætu ekki leyft sér þann munað að hunsa hryðjuverkahættuna. Því þyrfti að ræða hvort stofna ætti hér leyniþjónustu og hvernig það yrði gert ef um það næðist pólitísk samstaða. Umræður leyniþjónustu hér á landi eru ekki nýjar af nálinni en hafa hingað til aðallega farið fram undir öðrum formerkjum. Með nýsamþykktu frumvarpi um breytingar á lögreglulögum er gert ráð fyrir stofnun sérstakrar greiningardeildar sem ætlað er að leggja mat á hættu vegna hryðjuverka og skipulagðrar glæpastarfsemi. Stjórnarandstæðingar vildu sumir kalla það leyniþjónustu en ráðherra taldi það ekki réttnefni á þingi. Í sumar var svo kynnt skýrsla sérfræðinga frá Evrópusambandinu þar sem lagt var til að stofnuð yrði deild hjá Ríkislögreglustjóra sem hefði heimildir til hlerana og að njósna með það að markmiði og koma í veg fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Sú deild var þá nefnd þjóðaröryggisdeild en nú virðist ráðherra hafa stigið skrefi lengra og kallar hana fullum fetum leyniþjónustu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa séð nein rök fyrir stofnun leyniþjónustu hér á landi og að hann gjaldi varhug við slíkum hugmyndum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir umræðum um hvort nauðsynlegt sé að stofna leyniþjónustu hér á landi. Íslendingar geti ekki látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd. Þingmaður Samfylkingarinnar segist engin rök hafa séð fyrir leyniþjónustu á Íslandi. Björn Bjarnason hélt ræðu á fundi Rótarýklúbbs Austurbæjar á fimmtudag þar sem hann gerði öryggis- og varmál að umtalsefni sínu. Benti hann á að talið væri að lífi óbreyttra borgara væri helst ógnað með hryðjuverkum í dag og að Íslendingar gætu ekki leyft sér þann munað að hunsa hryðjuverkahættuna. Því þyrfti að ræða hvort stofna ætti hér leyniþjónustu og hvernig það yrði gert ef um það næðist pólitísk samstaða. Umræður leyniþjónustu hér á landi eru ekki nýjar af nálinni en hafa hingað til aðallega farið fram undir öðrum formerkjum. Með nýsamþykktu frumvarpi um breytingar á lögreglulögum er gert ráð fyrir stofnun sérstakrar greiningardeildar sem ætlað er að leggja mat á hættu vegna hryðjuverka og skipulagðrar glæpastarfsemi. Stjórnarandstæðingar vildu sumir kalla það leyniþjónustu en ráðherra taldi það ekki réttnefni á þingi. Í sumar var svo kynnt skýrsla sérfræðinga frá Evrópusambandinu þar sem lagt var til að stofnuð yrði deild hjá Ríkislögreglustjóra sem hefði heimildir til hlerana og að njósna með það að markmiði og koma í veg fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Sú deild var þá nefnd þjóðaröryggisdeild en nú virðist ráðherra hafa stigið skrefi lengra og kallar hana fullum fetum leyniþjónustu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa séð nein rök fyrir stofnun leyniþjónustu hér á landi og að hann gjaldi varhug við slíkum hugmyndum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira