Bein íslenskra folalda notuð í vaxtahvetjandi lyf 5. september 2006 17:13 MYND/Anna Fjóla Bein íslenskra folalda eru notuð sem hráefni í vaxtahvetjandi lyf sem framleitt er í Þýskalandi. Bændur hér á landi njóta góðs af verkefninu þar sem þeir fá hærra verð greitt fyrir folöld sem notuð eru við lyfjaframleiðsluna. Það er Sláturfélag Suðurlands sem stendur að verkefninu í samvinnu við þýska lyfjafyrirtækið Ossacur AG. Það hófst fyrir þremur árum sem tilraunaverkefni og hefur reynslan verið mjög góð að sögn Seinþórs Skúlasonar, forstjóra SS. Hann segir lyfið vera vaxahvata sem notað sé til viðgerða á beinum, t.a.m. til að láta hryggjarliði vaxa saman ef brjóskið á milli þeirra er ónýtt. En hvernig kom það til að þýskur lyfjaframleiðandi fór að leita sér folaldabeina á Íslandi? Steinþór svarar því til að fyrir 3-4 árum fóru forsvarsmenn Ossacur að hafa áhyggjur af ástandinu í Evrópu út af kúariðu og öðrum sjúkdómum og vildu finna „uppsprettu sem væri hrein". Í kjölfarið höfðu þeir samband við SS og hjólin fóru að snúast. Steinþór reiknar með að bein úr um 200 folöldum verði flutt út á þessu ári, um 20% folalda sem SS slátrar, og líklega enn fleiri á komandi árum. Og verkefnið kemur íslenskum bændum til góða því þeir fá uppbót á kílóverðið á folöldunum. Þeir þurfa þá t.d. að afhenda folöld, sem ráðgert var að slátra í nóvember, til slátrunar sem fram á að fara í byrjun september. Fréttir Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira
Bein íslenskra folalda eru notuð sem hráefni í vaxtahvetjandi lyf sem framleitt er í Þýskalandi. Bændur hér á landi njóta góðs af verkefninu þar sem þeir fá hærra verð greitt fyrir folöld sem notuð eru við lyfjaframleiðsluna. Það er Sláturfélag Suðurlands sem stendur að verkefninu í samvinnu við þýska lyfjafyrirtækið Ossacur AG. Það hófst fyrir þremur árum sem tilraunaverkefni og hefur reynslan verið mjög góð að sögn Seinþórs Skúlasonar, forstjóra SS. Hann segir lyfið vera vaxahvata sem notað sé til viðgerða á beinum, t.a.m. til að láta hryggjarliði vaxa saman ef brjóskið á milli þeirra er ónýtt. En hvernig kom það til að þýskur lyfjaframleiðandi fór að leita sér folaldabeina á Íslandi? Steinþór svarar því til að fyrir 3-4 árum fóru forsvarsmenn Ossacur að hafa áhyggjur af ástandinu í Evrópu út af kúariðu og öðrum sjúkdómum og vildu finna „uppsprettu sem væri hrein". Í kjölfarið höfðu þeir samband við SS og hjólin fóru að snúast. Steinþór reiknar með að bein úr um 200 folöldum verði flutt út á þessu ári, um 20% folalda sem SS slátrar, og líklega enn fleiri á komandi árum. Og verkefnið kemur íslenskum bændum til góða því þeir fá uppbót á kílóverðið á folöldunum. Þeir þurfa þá t.d. að afhenda folöld, sem ráðgert var að slátra í nóvember, til slátrunar sem fram á að fara í byrjun september.
Fréttir Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira