Mæta í vinnu hjá Varnarliðinu en hafa ekkert að gera 8. september 2006 18:30 Íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu mæta til vinnu dag hvern en hafa engin verkefni. Um 300 Íslendingar eru þar enn við störf þrátt fyrir að búið sé að fjarlæga tölvur, síma, verkfæri og jafnvel skrifborðsstóla.Það var ekki mikið um að vera hjá starfsmönnum Officersklúbbsins þegar okkur bar að garði. Þar sem áður var rekið glæsilegt veitingarhús sitja starfsmenn eldhússins, drekka kaffi og spila á spil. Enda ekki mikið annað að gera þar sem engin starfssemi er í klúbbnum lengur.Sama er uppi á teningnum annars staðar á svæðinu. 288 Íslendingar vinna enn hjá Varnarliðinu og munu gera það út september en þá rennur uppsagnarfrestur þeirra út.Um helmingur þeirra Íslendinga sem enn eru við störf hjá Varnarliðinu eru eldri en 50 ára. Þeir eru uggandi um hvað tekur við. Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Bubbi eins og hann er oftast kallaður hefur unnið hjá Varnarliðinu í 30 ár og hann er ósáttur. Hann segir að flestir starfsmannanna hafi frétt það í gegnum sjónvarpið að segja ætti fólki upp.Bubbi mætir eins og hinir Íslendingarnir í vinnu á hverjum morgni og þá er hellt upp á kaffi. Síðan er skrafað um hvað gera skuli þann daginn en þar sem engin verkfæri eru á staðnum gengur erfiðlega að finna verkefni. Nú hefur starfsmönnum verið sagt að taka alla sína persónulega muni, annars verði þeim fleygt. Bubbi er óhress með að þegar hann fer heim eftir vinnudaginn þá er leitað í bílnum hans. Það finnst honum súrt, að komið sé fram við sig eins og glæpamann, þegar það er ekkert eftir á svæðinu sem hægt er að ræna.Bubbi segir mikinn missi vera af gamla vinnustaðnum enda staðurinn búinn að vera hans annað heimili í 30 ár. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu mæta til vinnu dag hvern en hafa engin verkefni. Um 300 Íslendingar eru þar enn við störf þrátt fyrir að búið sé að fjarlæga tölvur, síma, verkfæri og jafnvel skrifborðsstóla.Það var ekki mikið um að vera hjá starfsmönnum Officersklúbbsins þegar okkur bar að garði. Þar sem áður var rekið glæsilegt veitingarhús sitja starfsmenn eldhússins, drekka kaffi og spila á spil. Enda ekki mikið annað að gera þar sem engin starfssemi er í klúbbnum lengur.Sama er uppi á teningnum annars staðar á svæðinu. 288 Íslendingar vinna enn hjá Varnarliðinu og munu gera það út september en þá rennur uppsagnarfrestur þeirra út.Um helmingur þeirra Íslendinga sem enn eru við störf hjá Varnarliðinu eru eldri en 50 ára. Þeir eru uggandi um hvað tekur við. Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Bubbi eins og hann er oftast kallaður hefur unnið hjá Varnarliðinu í 30 ár og hann er ósáttur. Hann segir að flestir starfsmannanna hafi frétt það í gegnum sjónvarpið að segja ætti fólki upp.Bubbi mætir eins og hinir Íslendingarnir í vinnu á hverjum morgni og þá er hellt upp á kaffi. Síðan er skrafað um hvað gera skuli þann daginn en þar sem engin verkfæri eru á staðnum gengur erfiðlega að finna verkefni. Nú hefur starfsmönnum verið sagt að taka alla sína persónulega muni, annars verði þeim fleygt. Bubbi er óhress með að þegar hann fer heim eftir vinnudaginn þá er leitað í bílnum hans. Það finnst honum súrt, að komið sé fram við sig eins og glæpamann, þegar það er ekkert eftir á svæðinu sem hægt er að ræna.Bubbi segir mikinn missi vera af gamla vinnustaðnum enda staðurinn búinn að vera hans annað heimili í 30 ár.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira