Samið um dreifingu "Barna" við breskt fyrirtæki 9. september 2006 18:48 Ný íslensk kvikmynd, Börn, verður frumsýnd í kvöld. Samningar hafa tekist við virt breskt fyrirtæki um sölu og dreifingu myndarinnar erlendis.Myndin fjallar um fólk í Breiðholtinu sem er að leita að einhverjum tilgangi í lífinu. Leikstjóri myndarinnar er Ragnar Bragason sem leikstýrði meðal annars myndinni Fíaskó og hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn á gamanþáttunum Fóstbræður og Stelpurnar. Allir leikararnir komu að gerð handritsins og segir einn aðalleikaranna, Gísli Örn Garðarsson, að það hafi verið þetta umfjöllunarefni sem varð ofan á.Myndin var sýnd á Haugasund-kvikmyndahátíðinni í Noregi nýverið og fékk afar góðar viðtökur, að sögn Kristínar Ólafsdóttur, framleiðanda myndarinnar. Í framhaldinu var samið við breska fyrirtækið Work um sölu- og dreifingu á henni erlendis. Fleiri sýningar á myndinni eru svo framundan, t.d. á San Sebastian hátíðinni á Spáni í lok september.Efniviður myndarinnar varð að tveimur myndum, þó í raun alls óskyldum, en hin myndin, sem ber heitið „Foreldrar", verður frumsýnd í janúar. Kristínu leist vægast sagt illa á tvíleiksformið í upphafi en segist hafa sannfærst algjörlega eftir að hafa séð hvað þarna bjó að baki. Aðspurð hvort von sé á þriðju myndinni, sem gæti þá t.d. heitið „Afi og amma", ef móttökur "Barna" og "Foreldra" verða góðar, segir Kristín ómögulegt að svara því. Það sé líka Ragnars Bragasonar, leikstjóra myndanna, að svara því.Frumsýningin í kvöld fer fram í Háskólabíói og er boðsýning. Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Ný íslensk kvikmynd, Börn, verður frumsýnd í kvöld. Samningar hafa tekist við virt breskt fyrirtæki um sölu og dreifingu myndarinnar erlendis.Myndin fjallar um fólk í Breiðholtinu sem er að leita að einhverjum tilgangi í lífinu. Leikstjóri myndarinnar er Ragnar Bragason sem leikstýrði meðal annars myndinni Fíaskó og hefur getið sér gott orð fyrir leikstjórn á gamanþáttunum Fóstbræður og Stelpurnar. Allir leikararnir komu að gerð handritsins og segir einn aðalleikaranna, Gísli Örn Garðarsson, að það hafi verið þetta umfjöllunarefni sem varð ofan á.Myndin var sýnd á Haugasund-kvikmyndahátíðinni í Noregi nýverið og fékk afar góðar viðtökur, að sögn Kristínar Ólafsdóttur, framleiðanda myndarinnar. Í framhaldinu var samið við breska fyrirtækið Work um sölu- og dreifingu á henni erlendis. Fleiri sýningar á myndinni eru svo framundan, t.d. á San Sebastian hátíðinni á Spáni í lok september.Efniviður myndarinnar varð að tveimur myndum, þó í raun alls óskyldum, en hin myndin, sem ber heitið „Foreldrar", verður frumsýnd í janúar. Kristínu leist vægast sagt illa á tvíleiksformið í upphafi en segist hafa sannfærst algjörlega eftir að hafa séð hvað þarna bjó að baki. Aðspurð hvort von sé á þriðju myndinni, sem gæti þá t.d. heitið „Afi og amma", ef móttökur "Barna" og "Foreldra" verða góðar, segir Kristín ómögulegt að svara því. Það sé líka Ragnars Bragasonar, leikstjóra myndanna, að svara því.Frumsýningin í kvöld fer fram í Háskólabíói og er boðsýning.
Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira