
Innlent
Öryggisvörður stunginn í síðuna

Öryggisvörður var stunginn í síðuna í verslun Select í Breiðholti um þrjúleytið í nótt þegar hann reyndi að koma nokkrum ungum mönnum út úr versluninni. Maðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsl hans reyndust minni en óttast var í fyrstu. Árásarmennirnir komust undan en lögregla hefur grun um hverjir voru að verki og er þeirra nú leitað.